Björn Valur Gíslason

Björn Valur Gíslason

rss feed

Vinstri sveifla

Vinstri sveifla

Það eru til ýmsar leiðir til að segja frá hlutunum. Ein er t.d. að lýsa niðurstöðum skoðanakönnunar líkt og hér er gert þannig að Vinstri græn og sjálfstæðisflokkurinn séu jafn stórir. Sem er rétt. Hin er sú að segja frá hinu augljósa að fylgi við sjálfstæðisflokkinn hrynur á meðan Vinstri græn stórauka fylgi sitt. Sem […]

Björn Valur Gíslason 19/09/2017 Meira →
Stefnubreyting sem þarfnast útskýringar

Stefnubreyting sem þarfnast útskýringar

„Lilja sagði að sérstaklega þyrfti að fylgjast með mögulegum breytingum á fiskveiðistjórnun Breta sem mögulega þurfa ekki lengur að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar gætu mögulega verið tækifæri fyrir Ísland.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Þetta er stórfrétt! Heldur ráðherrann kannski að tækifærin liggi aðeins Íslandsmegin? Að mögulegt samstarf við Breta í sjávarútvegsmálum verði eingöngu á forsendum Íslands […]

Björn Valur Gíslason 17/10/2016 Meira →
Við þurfum að tala um krónuna

Við þurfum að tala um krónuna

Vextir verða alltaf háir á Íslandi og hærri en í samanburðarlöndum okkar á meðan við búum við langvarandi óstöðugleika og örgjaldmiðil að auki.

Björn Valur Gíslason 02/10/2016 Meira →
Næstu dagar og vikur ráða úrslitum

Næstu dagar og vikur ráða úrslitum

Í sameiginlegu viðtali forsætisráðherrahjónanna við sjálf sig kemur eftirfarandi fram: 1. Að mati forsætisráðherrahjónanna eru Bresku jómfrúareyjar ekki skattaskjólsland (ólíkt Svíþjóð) og félag þeirra Wintris Inc. því ekki „aflandsfélag í hefðbundnum skilningi“. Það er ekki skýrt frekar hvað átt er við. 2. Forsætisráðherrann taldi og telur enn að það hefði verið siðferðilega rangt af sér […]

Björn Valur Gíslason 27/03/2016 Meira →
Hvernig væri að hringja eitt símtal?

Hvernig væri að hringja eitt símtal?

Már Guðmundsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands, lýsti því í viðtali á Eyjunni sl. sunnudag að mistök og/eða handvömm við lagasetningu og staðfestingu á reglugerð um gjaldeyrishöft í nóvember 2008 hafi orðið til þess að stór mál af hálfu bankans hafi fallið um sjálf sig og ekki staðist fyrir dómi. Svo virðist vera sem bankastjóri Seðlabankans á […]

Björn Valur Gíslason 12/03/2016 Meira →
Þau hamast og hamast

Þau hamast og hamast

Fyrir liðlega fimm árum dró fréttastofa RÚV til baka frétt og baðst afsökunar á henni. Í fréttinni lýsti viðmælandi fréttamanns yfir ánægju sinni með aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við skuldavanda fólks vegna Hrunsins. Ástæðan fyrir því að RÚV dró fréttina til baka var að viðmælandinn, Tryggvi Guðmundsson hafði tengsl við Vinstri græn […]

Björn Valur Gíslason 17/01/2016 Meira →
Undarleg undrun forsætisráðherra

Undarleg undrun forsætisráðherra

Forsætisráðherra segist furðar sig á hækkunum hæstu launa sem kjararáð hefur úrskurðað um. Hann er reyndar svo hissa að hann hyggst biðja kjararáð að útskýra fyrir honum hvernig á þessu stendur. En hvað ætlar forsætisráðherrann svo að gera? Það er nefnilega frekar einfalt að útskýra ákvarðanir kjararáðs. Meðalráðherra á að jafnvel að geta fundið út […]

Björn Valur Gíslason 07/01/2016 Meira →
Hann getur ekki hætt

Hann getur ekki hætt

„Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli. Þótt stjórnkerfið í heild beri með margvíslegum hætti ábyrgð á því sem gerðist verður ekki hjá því komist að skoða embætti forseta Íslands sérstaklega, svo hart gekk forsetinn fram í þjónustu sinni við útrásina […]

Björn Valur Gíslason 01/01/2016 Meira →
Ekkert sérstaklega flókið

Ekkert sérstaklega flókið

Margir eru eðlilega mjög hugsi yfir stöðunni á Alþingi vegna umræðu um fjárlög næsta árs. Í sjálfu sér er þó um tvö tiltölulega einföld mál að ræða. Í fyrsta lagi takast stjórn og stjórnarandstæðingar á um málefni Landspítalans. Stjórnarliðar vilja ekki setja nægilegt fjármagn í spítalann svo komast megi hjá hallarekstri á næsta ári. Þeir […]

Björn Valur Gíslason 16/12/2015 Meira →
Átta milljarðar í peningum

Átta milljarðar í peningum

Samkomulag ríkisins við kröfuhafa í þrotabú föllnu bankanna kveður á um að búin leggi 379 milljarða króna í svokallað stöðugleikaframlag. Samkvæmt samkomulaginu skiptist það svona: 1. Peningar 8 milljarðar 2. Íslandsbanki 185 milljarðar 3. Ýmsar eignir og kröfur 83 milljarðar 4. Hlutdeild í sölu á Arion banka 20 milljarðar 5. Skuldabréf með veði í Arion banka […]

Björn Valur Gíslason 02/11/2015 Meira →
Dansinn er hafinn að nýju

Dansinn er hafinn að nýju

Landsbankinn verði samfélagsbanki í eigu þjóðarinnar með það markmiði að þjóna samfélaginu í stað þess að hámarka hagnað. (Ályktun flokksþings framsóknarflokksins 2015 bls. 4) Bankasýslan í umboði formanns sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra auglýsir nú eftir starfsmanni til að selja Landsbankann. Fjármálaráðherra gerir ekkert með ályktanir framsóknarflokksins eða yfirlýsingar forystufólks framsóknarflokksins í aðra veru. Það er litið […]

Björn Valur Gíslason 15/10/2015 Meira →
Spilling sem verður að stöðva

Spilling sem verður að stöðva

Arion banki, sem er í 13% eigu ríkisins, seldi fyrir einungis nokkrum vikum handvöldum aðilum hluti í Símanum hf í tveimur 5% skömmtum. Fyrri hópurinn sem fékk að kaupa á genginu 2,5 kr á hlut innihélt Orra Hauksson forstjóra Símans og nokkra aðra íslenska og erlenda fjárfesta sem flestir tengjast Símanum ekkert. Seinni hópurinn samanstóð […]

Björn Valur Gíslason 08/10/2015 Meira →
0,608