Það er með ólíkindum hvað konur leggjast lágt
„Akkúrat, Sigmundur Davíð. Við molbúarnir sem þú ert svo elskulegur að draga út úr kofunum og dusta af rykið og þrífa af saggann erum náttúrlega fyrst og fremst að fabúlera um réttindi fólks til að iðka sína trú til að koma höggi á Framsóknarflokkinn í sveitastjórnarkosningum, við bara vitum ekki betur eins og þú bendir réttilega á í þessum tímamóta pistli. Nú ætlum við öll að skríða aftur upp í holu og sjúga þumalinn af því að pabbi hefur talað. Í alvörunni er forsætisráðherra að bjóða okkur upp á þetta svar? Hvenær ætlar hann að hætta að tala niður til þjóðarinnar? Já, auðvitað var maður bara að koma höggi á kirkjuna með því að tala fyrir hjónavígslu samkynhneigðra á sínum tíma, auðvitað er jafnréttisbaráttan eingöngu háð til að koma höggi á karlmenn hvar sem þá er að finna. VIð erum náttúrlega öll að hugsa fyrst og fremst um að standa með fólki til að koma höggi á aðra, það er auðvitað aðferðin sem kristin þjóð hefur tamið sér í gegnum aldirnar, þökk sé honum Jesú sem var svo athyglissjúkur að deyja á krossi til að koma höggi á Rómverja.“
Hildur Eir Bolladóttir, 29. maí 2014
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021