trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 17/10/2016

Stefnubreyting sem þarfnast útskýringar

„Lilja sagði að sérstaklega þyrfti að fylgjast með mögulegum breytingum á fiskveiðistjórnun Breta sem mögulega þurfa ekki lengur að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar gætu mögulega verið tækifæri fyrir Ísland.“lilja-do%cc%88gg-alfredsdottir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.

Þetta er stórfrétt! Heldur ráðherrann kannski að tækifærin liggi aðeins Íslandsmegin? Að mögulegt samstarf við Breta í sjávarútvegsmálum verði eingöngu á forsendum Íslands og á kostnað Bretlands? Þannig yrði það auðvitað aldrei. Tækifærin sem ráðherrann sér í mögulegu samstarfi þessara ríkja í sjávarútvegsmálum geta aldrei orðið einhliða. Þau hljóta alltaf að verða gagnkvæm.

Hvenær varð þessi stefnubreyting og umsnúningur hjá framsóknarflokknum í vörninni fyrir Ísland gegn ásókn erlendra ríkja í auðlindir hafsins í kringum landið?

Það er annað hljóð í norskum stjórnvöldum sem beinlínis sögðu Bretum að éta freðna ýsu frekar en að hefja samstarf í þessa veru við þá eftir brexit.

Íslensk geta ekki leyft sér að tala með þeim hætti sem utanríkisráðherrann hefur nú gert án frekari skýringa.

Þær skýringar verða að fást fyrr en síðar.

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Pistlar
1,513