trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 02/07/2014

Ríkisendurskoðun svarar skýrt

Bankaráð Seðlabanka Íslands fól Ríkisendurskoðun að gera úttekt á greiðslum bankans á málskostnaðarreikningi bankastjóra vegna málssóknar hans á hendur bankanum. Bankaráðið bað Ríkisendurskoðun að svar tveim grundvallarspurningum um þetta mál. Annars vegar hvort rétt hefði verið staðið að ákvörðun um að greiða kostnað af málsókn bankastjórans og hins vegar hvort bankastjóri sjálfur hafi átt einhvern þátt í því máli.Seðlabankinn

Svör Ríkisendurskoðunar eru skýr.

Í fyrsta lagi var ákvörðun um greiðslu málskostnaðar tekin af formanni bankaráðs einum án þess að hann hafi haft til þess ótvírætt umboð. Þá ákvörðun hefði bankaráð átt að taka eða veita formanni bankaráðs umboðs til að fara með málið fyrir hönd ráðsins. Hvorugt var gert.

Í öðru lagi segir Ríkisendurskoðun að „ … ekkert hafi komið í ljós við úttektina sem bendir til þess að bankastjórinn sjálfur hafi á nokkurn hátt komið að ákvörðun um, fyrirmælum eða samþykki greiðslu þeirra reikninga, sem hér um ræðir, heldur var hér alfarið um ákvarðanir og fyrirmæli fv. formanns banakráðsins að ræða.“

Það liggur því fyrir að bankastjóri Seðlabankans kom hvergi að þessu máli. Það er afar mikilvægt að Ríkisendurskoðun hafi svarað þeirri spurningu skýrt og skorinort enda varðar það ekki aðeins banakstjórann sjálfan og hans stöðu heldur og ekki síður trúverðugleika Seðlabanka Íslands.

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Palladómar
1,416