trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 29/08/2015

(og haustið á næstu grösum)

Eftir Steinunni SigurðardótturSteinunn Sigurðardóttir

Situr hún við gluggann sinn í ágúst

og yrkir lítil ljóð

um litla lífið sitt

sem er alveg eins og dagarnir

á leiðinni útí veturinn

og haustið á næstu grösum, hvenær

spyr hin unga skáldkona

verða dagar mínir stystir

og grætur svo í laumi

bak við litla brosið

því vel má hún vita

að bráðum svo fljótt

verða dagar hennar stystir.

Steinunn Sigurðardóttir (Nætur hinnar ungu skáldkonu, Þar og þá, 1971)

Flokkun : Ljóðið
1,405