trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 14/03/2014

Nýjar hugleiðingar um heimsstyrjöld (í minningu Steins)

Eftir Sölva Björn Sigurðsson

 

Hve frábærlega forðum

þú, fallna skáld, komst orðum

að þvaðri og þjóðarmorðum

og þögn við lyktir dags.

En mér, sem reyni að ríma

um raun og nýja tíma

er glötun við að glíma,

svo gleymdu þessu strax.

 

Ég ligg hér furðulostinn

og líðan mín er brostin

og auglýsing um ostinn

er eins og gat í hann.

Brátt kemur kaldur vetur

með kul í sálartetur

og guð einn veit hvað getur

fært gleði í kvíðinn mann.

 

Menn segja í heldrisölum

með sút og harmakvölum

að háð með heimskum tölum

sé heimsstyrjöld á ný.

Á skaksins lausn þeir liggja

og leyfa ei ráð, né þiggja,

því eflaust á að tryggja

að einhver græði á því.

 

Ég leggst því enn í ljóðin

sem líf þitt skóp, og móðinn

ei missi því að þjóðin

veit þetta frá í denn:

Að mestu máli skiptir,

hve mjög sem auðnu sviptir,

sú lína er öllu lyftir

til lífs fyrir okkur menn.

 

Júníhefti 2012, ort haustið 2008 í tilefni af aldarafmæli Steins Steinarrs

Flokkun : Menning
1,280