trusted online casino malaysia
Margrét Tryggvadóttir 08/01/2016

Listamannalaun eða hafnargarðurinn?

Nú stendur yfir hið árlega fárviðri vegna úthlutunar listamannalauna. Hið opinbera, sem þriðjungur allra starfandi landsmanna vinnur hjá, hefur sem sagt ákveðið að veita nokkrum listamönnum verkefnastyrki í nokkra mánuði. Um er að ræða verktakagreiðslur og þurfa listamennirnir sjálfir að standa skil á opinberum gjöldum, greiða sér orlof og veikindadaga og borga tryggingargjald svo aðrir geti fengið atvinnuleysisbætur. Alls fá 378 listamenn listamannalaun og þurfa í staðinn að afplána almenna reiði og netgrýtingu. Heildarupphæð greiddra launa að þessu sinni er ríflega hálfur milljarður. Yfir þessu fárast margir.

Svo skemmtilega vill til að það er svipuð upphæð og forsætisráðherra ákvað að nota af almannafé til að friða einhvern hafnargarð sem er ekki einu sinni neitt sérstaklega gamall eða merkilegur þótt hann muni sjálfsagt lífga upp á bílakjallarann þar sem honum verður komið fyrir.

Nú er spurning, hvort muni auðga líf okkar meira, verða betri fjárfesting til langs tíma, draga að fleiri erlenda ferðamenn með tilheyrandi atvinnusköpun og gjaldeyrisstreymi og skapa fleiri afleidd störf, hafnargarðurinn eða listsköpun ársins 2016?

 

4-four-Texture-rock

Flokkun : Efst á baugi
1,467