Leicester
Leicester (sérheiti): Seinni hluti orðsins er auðskýrður.
Það er hið rómverska orð castrum og/eða hið velska cair, sem merkja virki eða víggirtar búðir hermanna. Endingin er þekkt í nöfnum á borð við Manchester, Gloucester og mörgum öðrum.
Fyrri hluti nafnsins er umdeildari. Sumir vilja rekja hann til árinnar Soar, þar sem borgin stendur, og telja orðið samstofna við ána Loire í Frakklandi. Soar var áður kölluð Ligora og Legora.
Aðrir vísa til hins forna nafns á borginni, sem skráð er strax á 9. öld, Cair Lerion, og halda því fram að sjálfur Leir (Lér) konungur Bretóna hafi stofnað borgina.
Sé það rétt, þá varð lið Lés konungs Englandsmeistari í fótbolta árið 2016. Í fyrsta sinn í sögunni. Hver sem sagan nú er.
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021