trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 10/12/2015

Krípí kápa og ágæt bók – en bara alls ekki fyrir mig

Ritdómur – Lára RóbertsdóttirGerður Kristný

Dúkka

Gerður Kristný

(Mál og menning, 2015)

Kristín Katla er tíu ára stelpa sem er nýbúin að missa föður sinn í bílslysi. Allar stelpur í hennar árgangi eru með æði fyrir einni tegund af dúkku. Dúkku sem gengur fyrir sérstakri rafhlöðu. Sólveig besta vinkona Kristínar á einmitt svona dúkku. Kristín Katla ákveður að nota afmælispeningana til að kaupa dúkku. Hún nefnir dúkkuna Draumeyju, nafn sem faðir hennar kallaði hana þegar hana dreymdi um eitthvað. Pétri Una bróður Kristínar líkar ekkert við dúkkuna. Og smátt og smátt fer Kristín Katla að skilja hann. Eru dúkkurnar eins friðsælar og fallegar og þær líta út fyrir að vera?

Þegar ég fyrst heyrði um þessa bók varð ég mjög spennt. Ég fékk bókina í hendurnar nokkrum dögum síðar og skoðaði hana í krók og kring. Textinn aftan á vakti með mér hroll. Kápan er mjög spennandi og líka svolítið krípi. Bókin er mjög stutt að mínu mati svo ég las hana á tveimur dögum.

Bókin er ágæt en alls ekki fyrir mig. Ég bjóst við mjög spennandi bók sem ég gæti ekki tekið augun af fyrr en ég væri búin með hana. En því miður var það ekki raunin. Mér fannst bókin aldrei byrja í alvörunni og ég missti áhugann á síðustu blaðsíðunum. En þessi bók er áreiðanlega mjög skemmtileg fyrir einhverja aðra. Ég myndi mæla með þessari bók fyrir yngri krakka, sjálf er ég tólf ára.

Ég gef þessari bók þrjár stjörnur af fimm.

Lára Róbertsdóttir

Flokkun : Menning
1,555