Kræst
Eyþór: Já, halló?
G: Sæll. Þetta er Guð.
E: Já, blessaður, gaman að heyra í þér. Langt síðan síðast.
G: Já, ég hef verið upptekinn í Sýrlandi. En heyrðu: Ég hef tekið ákvörðun.
E: Nú? Það er spennandi.
G: Nei. Þú átt að fara í framboð.
E: Í framboð? (Heyrist hugsa.) En það eru ekki forsetakosningar fyrr en 2020.
G: Ekki forsetaframboð. Þú átt að bjóða þig fram til borgarstjórnar.
E: Borgarstjórnar? Djísus, maður. Veistu ekki hvað það er leiðinlegt?
G: Ég er ekki maður, ég er Guð. Og engan derring, góði. Ég hef tekið ákvörðun. Ég umsker þig persónulega ef þú óhlýðnast.
E: Ókei, ókei, rólegur. Ég fer þá í framboð.
G: Eins gott. Þetta er allt ákveðið. Þú ert minn útvaldi frambjóðandi í borg Davíðs.
E: Vá, það er mega kúl. Hvað þarf ég að gera?
G: Ekki neitt. Við Gabríel sjáum um þetta.
E: Frábært. (Heyrist hugsa.) En héddna – Guð?
G: Já?
E: Ég var að spá, sko. Það er meiriháttar að vera útvalinn og sona, en héddna, manstu hvernig fór fyrir þeim sem þú útvaldir síðast? (Heyrist hugsa.) Kræst.
- Kæra dagbók - 03/12/2018
- Kræst - 01/03/2018
- Engar áhyggjur, Bjarni minn - 05/05/2016