Í gestavinnustofu á Siglufirði

gömlu tvílyftu timburhúsi
á miðri eyri
Einn í tvöföldu rúmi
með eina sæng
en tvíbreitt lak
Hún hringar sig á auða helmingnum
ýmist svört hrúga með hvíta blesu
eða flatur fugl á ís
Þegar ég legg frá mér bókina
og slekk ljósið
laumar hún hvítri löpp í lófa
og við leiðumst inn í landið
þar sem dýr og menn eru blóm
sem raula saman drykkjuvísur
eftir Dalí
Hallgrímur Helgason, Lukka (JPV 2016)
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021