trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 01/08/2014

Hraðbyri aftur til fortíðar

„Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“bjarni-sigmundur
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Skýrsla RNA 2010.

Undir forystu Össurar Skarphéðinssonar afnam ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar skipan stjórnmálamanna í embætti sendiherra eins og tíðkast hafði áratugum saman.

Nú hefur það verið kýlt í sama horf að nýju af hálfu ríkisstjórnar sjálfstæðis- og framsóknarflokks.

Undir forystu Steingríms J. Sigfússonar var lögum um Seðlabanka Íslands breytt í til að auka sjálfstæði hans frá stjórnmálunum og efla fagmennsku við stjórn bankans.

Því verður líklega kippt í gamla farið aftur í næstu viku.

Undir forystu Ögmundar Jónassonar gerði ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar þær breytingar á skipan dómara að útilokað er að ráðherrar geti sett vini sína og fjölskyldumeðlimi í embætti eins og lengi vel tíðkaðist.

Er það kannski það næsta sem afturkallastjórnin mun senda aftur til fortíðar?

Á örskömmum tíma hefur ríkisstjórn hægriflokkanna tekist að snúa niður allar mikilvægustu breytingar sem gerðar voru á íslenskri stjórnsýslu frá Hruni. Það mun aðeins leiða til hins sama og áður: Siðferðilegs og pólitísks hruns.

Kjósendur hafa um tvennt að velja í stöðunni.
1. Að stöðva þessa tvo flokka áður en það verður of seint.
2. Að bíða og mótmæla svo eftir á.

Eins og síðast.

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Pistlar
1,308