Hekla II
Hún er alveg á heimsmælikvarða af Rangárvöllum
og hefur á sér sígildan hlykk hægra megin.
Skeytt saman úr Fúsíjamí og Snæfellsjökli.
Ur Gnúpverjahrepp verður hún búsældarleg
og sómi að henni fyrir sveitina.
Blátindurinn skagar yfir tún,
sólgræn, og stundum með rúlluböggum.
Sé gengið á hana verður hún hins vegar djöfulleg.
Það rísa oddhvassar gufur kringum gíginn. Þráðbeinar, jafnvel í roki.
Reyndir ferðamenn eru ekkert að tylla sér.
Steinunn Sigurðardóttir, Hugástir (Bjartur, 1999)
(Lesa má Hekla I hér.)
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021