Hafðu það, Jónas
a) mjög góðum
b) nokkuð góðum
eða
c) alls engum tengslum við samtíma þinn?
Ef já, þá af hverju ekki? Ef nei, þá ha?
… nærumhverfi, menningarlæsi, lýðræðisumbætur, loftslagsbreytingar,
byrjendalæsi, þægindarammi, kynáttunarvandi, stoðsending,
háskerpa, gjörhygli, myglusveppur, prímaloft,
feta-vefja, plastparket, rakadrægni, transfita,
hrelliklám, þrívíddargleraugu, þjálfarateymi, smálán,
hán, vafningsviðskipti, mollý, yndislestur, staðgöngumæðrun,
gervigæs, ómöguleiki, beinþéttnimælingar, mansal,
fjármálastöðugleiki, niðurhal, upplifunarsýning, ímyndarskaði,
samfélagsmiðill, læk, bóseind,
bogfrymill, app, pabbalíkami, glúteinlaus,
spjaldtölva, nauðgunarlyf,
aðgerðasinni, kaupauki, lífsskoðunarfélag, verðbólgumarkmið,
gagnaeyðing, spanhellur, náttúruflísar, hlaðvarp,
álitsgjafi, geðorð, valdefling, harðkornadekk,
flugdólgur, auðkennislykill, grísaeldi, rokksaga,
raddstýrður, matreiðslurjómi, pálmasykur, kókosteppi,
tæknibörn, kvenbiskup,
hreindýrakvóti, PIP-púðar, LED-ljós, kósíkvöld,
innirödd, vitundarvakning, blóðmáni, friðarsúla, kvíðaröskun,
humarpasta, stevíulauf, samviskufrelsi, þjónustustig,
markaðsráðandi, kóríanderpestó,
meistaranám, hrískökur,
fagaðili, matarblogg, rafbílavæðing, sjálfa,
snapp, kartöfluyrki, jöklajeppi, áfallahjálp,
leikskólaaðlögun, lággjaldaflugfélag, tilfinningarök, bollakökur,
hárlengingar, búst,
graskerslattè, hindberjafrappó,
stefnumótunarvinna, dulkóðun, mótvægisaðgerðir, árekstrarvörn,
flugskalli, skriðtækling, snertiskjáir, fylgjuát,
túrmerikdrykkur, mjóhundur, tíst, vatnazumba,
árshátíðarferð, hópefli, lundabúð,
byggingarmagn, fjármálalæsi, líkamsímynd, leiðtogaþjálfun,
hristivörn, norðurljósaferðir, markaðsmisnotkun,
flygildi, spelthveiti, heilsumarkþjálfi, hampolía …
Hafðu það, Jónas Hallgrímsson! hugbúnaðarlausnir, umhverfissóði,
endurupptaka, heimagisting, hjálparvörn,
greiðsluþjónusta, stöðufærsla, súluleikfimi, verkferlar …
Ert þú í a) mjög góðum, b) nokkuð góðum, eða c) alls engum tengslum við samtíma þinn? Ef já, þá af hverju ekki? Ef nei, þá ha?
Sigurbjörg Þrastardóttir (flutt í Víðsjá Ríkisútvarpsins 12. nóvember 2015)
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021