Furður stjórnsýslunnar
Hér kemur löng málsgrein með mörgum spurningum:
Er það ekki furðulegt uppátæki að flytja pósthús úr Pósthússtræti, miðbæ sem er fullur af fólki, koma því fyrir vestur á Melum í leiguhorni á Hótel Sögu og selja þar súkkulaði og kerti í gjafapakningum?
Hér er önnur, lík í sniði:
Er það ekki furuleg ráðstöfun hjá stjórnsýslunni að láta hið reisulega Tugthús, eitt af elstu húsum bæjarins, eitt af fáum hlöðnum steinhúsum, opinbert hof með magnaða sögu; láta slíka byggingu standa ónotaða, lokaða og læsta við fjölmennustu túristagötu landsins, og grotna þar niður fyrir augum þúsunda ferðamanna og vænum hópi Íslendinga, öllum þeim til angurs?
Og loks þessi:
Hvað veldur?
- Sálumessa - 02/07/2020
- Umhverfisvændi - 21/04/2020
- Er brennivínið besti kostur? - 26/03/2020