trusted online casino malaysia
Ritstjórn 03/04/2014

Forsætisráðherra: Hópur Íslendinga fagnaði Hruninu og elur með sér draum um „vonlausa Ísland“

Hópur Íslendinga fagnaði efnahagslegum óförum landsins enda voru þær staðfesting á skoðunum hans og lífsviðhorfum. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag.Sigmundur Davíð

Ekki kom fram um hverja væri að ræða, en ráðherrann sagði m.a.:

„Allt frá efnahagshruninu hefur markvisst verið að því unnið að tala land og þjóð niður. Það er ekki gert í útlöndum, heldur fyrst og fremst hér heima.

Til er fólk sem leit á vissan hátt á efnahagslegar ófarir Íslands sem sinn stærsta sigur, sem réttlætinguna fyrir sjálfum sér og skoðunum sínum. Loksins var komin sönnun þess að Ísland og Íslendingar væru ekkert svo merkilegir, og jafnvel hálfglataðir aular. Loksins hlytu allir að sjá að Íslendingar hefðu í gegnum tíðina aldrei getað stjórnað sér sjálfir almennilega.

Loks var komin réttlæting fyrir byltingarstjórn, sem myndi brjóta á bak aftur það hræðilega samfélag sem hafði verið byggt upp á Íslandi á 20. öld.

Þetta er ekki stór hópur og slíkur hópur hefur alltaf verið til, en hann hefur færst mjög í aukana á undanförnum árum og lætur sérstaklega mikið í sér heyra nú þegar draumurinn um vonlausa Ísland er að fjara út og allt horfir til betri vegar í efnahagslífi landsins. […]

Það er tímabært að segja skilið við hugarfar afturhalds, neikvæðni og niðurrifs. Flest bendir enda til að svartnættinu sé að slota og trú á eigin getu að eflast. Það er einna helst í innstu myrkviðum netsins og í ræðustól alþingis stöku sinnum að hagsmunaverðir svartnættisins halda vöku sinni.“

Hægt er að hlusta og horfa á ræðu Sigmundar Davíðs á YouTube hér.

Flokkun : Efst á baugi
1,354