Fimleikar
Primera Air var úrskurðað gjaldþrota á síðasta ári og færði Arion banki niður tæplega þrjá milljarða króna í ábyrgðum og lánveitingum vegna gjaldþrots flugfélagsins, að því er fram kom í ársreikningi bankans. Andri (Már Ingólfsson, fyrrum eigandi Primera Air og Heimsferða) segir að tap Arion hafi raunar ekki verið þrír milljarðar heldur 1,8 milljarðar …
Félag íslensku ferðaskrifstofunnar Aventura Holidays er að fullu fjármagnað og stofnandi þess hlakkar til komandi tíma.
Það er Andri Már Ingólfsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi flugfélagsins Primera Air, sem vinnur nú að stofnun félagsins en skrifstofa þess verður opnuð í janúar. Andri segir of snemmt að segja til um hvenær ferðir fari í sölu eða hvað Aventura Holidays muni bjóða upp á en það komi betur í ljós í janúar.
„Þegar allt er tilbúið munum við kynna fyrirtækið með glæsibrag,“ segir Andri en hann stofnaði einnig Heimsferðir á sínum tíma.
(Orðréttar klippur út mbl.is, uppfærðar kl 16:33 þann 30. desember 2019)
- Sálumessa - 02/07/2020
- Umhverfisvændi - 21/04/2020
- Er brennivínið besti kostur? - 26/03/2020