Félagi forsætisráðherra! Ekki láta gróðaveiruna grípa þig
Með aðgerðum sínum er ríkisstjórnin að ýta undir neysluhyggju og kröfu um framleiðsluaukningu, þegar hún ætti að gera hið gagnstæða.
Þetta segir Úlfar Þormóðsson rithöfundur í pistli í Herðubreið og ávarpar þar Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sérstaklega.
Úlfar hefur verið áhrifamaður í Vinstri grænum frá upphafi og þar áður í Alþýðubandalaginu til áratuga.
Úlfar nefnir sérstaklega það úrræði ríkisstjórnarinnar gegn yfirvofandi þrengingum, að ríkið kaupi sértryggð skuldabréf af fasteignafélögum og taki hluta af áhættunni.
„Með þessu tiltæki er ríkisstjórnin að vekja gróðaveiruna, „hleypa súrefni“ í hlutabréfamarkaðinn, eins og ólabirnir heimsins orða það þegar ríkið borgar tapið af braski þeirra.“
Sjá pistil Úlfars Þormóðssonar hér.