Fegurð jafnræðisins
Það er gott að vita að við skulum öll vera jöfn fyrir lögunum, eða, já … eða eitthvað!
Rétt í þessu, kl. 13:59 þann 18.12. 2018, mátti sjá þetta tvennt á mbl.is:
“Kona á þrítugsaldri var í síðustu viku dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið vörum fyrir 1.198 krónur úr verslun við Laugaveg.”
(Það gerir mánuð fyrir 599 krónur.)
Og.
“Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti, að því er fram kemur á vef Rúv.
Héraðssaksóknari ákærði Júlíus fyrir peningaþvætti með því að hafa geymt sem nemur á bilinu 131-146 milljónum króna á erlendum bankareikningum, en hluti fjármunanna var sagður ávinningur refsiverðra brota.”
(Það gerir mánuð fyrir 13.100.000 til 14.600.000. krónur.)
- Sálumessa - 02/07/2020
- Umhverfisvændi - 21/04/2020
- Er brennivínið besti kostur? - 26/03/2020