trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 05/07/2015

Epli og appelsínur

Að bera saman 110% leiðina og stóru millifærsluna er eins og að bera saman epli og appelsínu.Epli og appelsínur
Í 110% leiðinni fólst að fjármálafyrirtækjum var gert að afskrifa hluta af húsnæðisskuldum einstaklinga og fjölskyldna niður að 110% af verðmati viðkomandi húsnæðis. Það var því ekki um millifærslu úr ríkissjóði til fjármálafyrirtækjanna að ræða heldur hreina afskrift af útistandandi lánum þeirra. 110% leiðin var sértæk aðgerð þar sem m.a. tekið var mið af fjölskyldugerð, eigna- og skuldastöðu, tekjum og greiðslubyrði viðkomandi.
Með 110% leiðinni þurftu fjármálafyrirtæki því að færa niður lán á meðan fjármálafyrirtækjum voru færðir tugir milljarða króna að gjöf úr sameiginlegum skatttekjum okkar allra með stóru millifærslunni. 110% leiðin var ein fjölmargra leiða sem farin var til að létta á húsnæðisskuldum fólks eftir Hrunið. Stóru millifærslunni var ekki ætlað að leysa nokkurn vanda, heldur var hún og er almenn aðgerð þar sem ekkert tillit er tekið til mismunandi aðstæðna hjá fólki og eitt látið yfir alla ganga, óháð tekjum, eigna- og skuldastöðu eða greiðslubyrði af lánum.
Í 110% leiðinni voru fjármálafyrirtækin láta borga brúsann – í stóru millifærslunni borgum við skattgreiðendur fjármálafyrirtækjunum.
Á þessu er grundvallarmunur og himinn og haf á milli hugmyndafræði vinstristjórnarinnar og þeirra óskapa sem hægri öflin keyra nú áfram í þessu sem flestu öðru.

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Pistlar
1,236