Epla-Strokkur
Túristanna tugmilljóna
tölt og brokk;
Ísagrund er undir sóla
á þeim flokk
þrammenda. – Hún þolir ekki
þetta sjokk.
„Ferðageirinn“ gildnar við sitt
greddurokk:
minjagripa- og matarsölu-
magnast -plokk
gróðinn setur gróður lands í
gapastokk.
Þess vegna er mér satt að segja
sama nokk
þótt einhver helli eplasafa
út í Strokk.
Bjarki Karlsson
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021