Engar áhyggjur, Bjarni minn
Meðal þess sem leynist í Panamaskjölunum eru afrit af samtölum Bjarna Benediktssonar við föður sinn. Hér eru einungis tilfærð tvö dæmi:
——
(2001)
BB: „Vá, flott hús pabbi!“
BS: „Já, þetta verður ágætt fyrir okkur á veturna. Stutt í golf og sona.“
BB: „Eigum við það?“
BS: „Jájá, við eigum það. Við mamma þín keyptum það.“
(BB hugsar: Þá erfi ég það einn góðan veðurdag. Hér eru líka allir dagar góðir veðurdagar.)
BB (upphátt): „Hvar fenguð þið peninginn?“
BS: „Hafðu ekki áhyggjur af því, Bjarni minn. Farðu bara út að leika þér.“
——
(2011)
BB: „Pabbi? Þú manst að ég þurfti að láta gera við loftkælinguna?“
BS: „Já?“
BB: „Héddna, sko. Reikningurinn kom áðan. Hann er stílaður á Greenlight Holding SA. Hvað er það?“
BS: „Það er bara eitthvað gamalt.“
BB: „Gamalt hvað?“
BS: „Bara eitthvað gamalt frá okkur mömmu þinni.“
BB: „Hvað meinarðu? Er þetta ekki eitthvað sem ég ætti að vita af? Ég er nú einu sinni formaður Sjálfstæðisflokksins og verð kannski forsætisráðherra.“
BS: „Neinei, þú þarft ekkert að hugsa um það. En er ekki betra að þú verðir fjármálaráðherra? Þú veist, einkavæðingin, skattarnir og svona. Það kæmi sér óneitanlega betur.“
BB: „En pabbi. Lendi ég í einhverjum vandræðum út af þessu?“
Bs: „Við lendum aldrei í vandræðum, það er eitt af lögmálum lífsins. Hafðu ekki áhyggjur, Bjarni minn. Farðu bara á Ashley Madison að leika þér.“
- Kæra dagbók - 03/12/2018
- Kræst - 01/03/2018
- Engar áhyggjur, Bjarni minn - 05/05/2016