Eldspýtur
Hún bað mig um eld í sígarettuna sína,
einn sjálegur telpuhnokki.
Bergnuminn stóð ég og hélt í skjálfandi hendi
á hálfum eldspýtustokki.
Loks tókst mér að kveikja, kankvís hún blés út mekki
og koss mér af fingri sendi.
Ég gáð´ ekki neins í gleði hamingju minnar
uns gómana loginn brenndi.
En sárar þó svíður hjartað,
ég sá hana aldrei meir.
Og ljósið það hættir að lýsa
um leið og á spýtunni deyr.
Í hennar minning ég mæddur
á margri eldspýtu kveiki.
Og henni til heiðurs reyki.
Aldrei var mér nokkur eldspýta síðan goldin
með auði sem jafnvel reynist.
Hamingjan frá þessum hugljúfu augnablikum
og harmur mér lengi treinist.
Í fullum stokk eru fimmtíu eldspýtur taldar,
og falinn í hverri blossi.
Og glaður skyldi ég kveikja´ á þeim öllum í einu
ef ætti ég von á kossi.
Kristján Einarsson frá Djúpalæk (1916-1994) (Það gefur á bátinn, 1957)
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021