trusted online casino malaysia
Karl Th. Birgisson 01/06/2014

Ekki þess virði

Í allan dag hefur sótt að mér stæk fyrirlitning á Framsóknarflokknum. Henni er erfitt að verjast.
Framsókn

Þetta á reyndar bara við um forystuna og flokkinn í Reykjavík. Í Framsóknarflokknum víða um land er margt prýðis- og sómafólk.

Framsóknarflokkurinn er nefnilega til í að segja hvað sem er til að öðlast völd. Hvað sem er. Hann skeytir hvorki um skömm né heiður.

Í fyrra var það heimsmet í peningaloforðaskrumi, núna ótti og andúð á múslimum. Að kosningum loknum kannast þau síðan ekki við að hafa sagt það sem allir heyrðu þó. Þau ljúga um það alveg blákalt. Kunna ekki að skammast sín. Sjálfur forsætisráðherra slær tóninn.

Þegar ósannindin eru borin upp á þau og málflutningnum andmælt upplifa þau sig sem fórnarlömb „umræðunnar.“ Þeim er misboðið, að nokkur skuli anda í áttina til þeirra.

Það eru sumsé ýmsar ástæður til þess að fyrirlíta Framsóknarflokkinn í Reykjavík.

En fyrirlitning er mjög neikvæð kennd. Líkt og reiðin er hún ekki síður slæm fyrir þann sem upplifir hana en hinn, sem hún beinist gegn. Líkt og reiðin er hún niðurrífandi og krefst mikillar neikvæðrar orku.

Þess vegna er ekki rétt að fyrirlíta Framsóknarflokkinn í Reykjavík.

Hann er ekki þess virði.

1,610