Egill vill ekki umræðu um fjárkúgun á hendur forsætisráðherra: Best ef þetta hefði aldrei komið fram
„Best hefði verið ef ekkert af þessu hefði ratað í fjölmiðla.“ Þetta segir einn umfangsmesti fjölmiðlamaður og álitsgjafi samtímans, Egill Helgason, um helsta umræðuefni daganna, tvö fjárkúgunarmál af ólíkum toga.
Annað málið beinist gegn forsætisráðherra Íslands, þar sem beitt var miklu lögregluafli. Í hinu fást við almennir borgarar.
Í pistli á Eyjunni gagnrýnir Egill fjölmiðla mjög fyrir umfjöllun sína um þessi mál, bæði fyrir að vilja vita hver var rótin að fjárkúgun gegn ráðherranum og fyrir að nafngreina þá sem í hlut eiga í hinu tilvikinu.
Egill segir einnig að „alls kyns fólk á samskiptamiðlum“ heimti skýringar og má skilja á honum að með því stýri hinir brotlegu umræðunni.
Ritstjóri Herðubreiðar gerir skrif Egils að umræðuefni í nýjasta pistli sínum og segir meðal annars:
„Verum sanngjörn. Það er eðlilegt um að slíka atburði sé þagað. Næg er nú úlfúðin og ólgan í samfélaginu.
Egill vill þó einkum ekki að við vitum hvert var tilefni þess, að systurnar hótuðu forsætisráðherranum. Hvað þær töldu sig vita. Hverjum kemur það nú við? […]
Það er augljóslega rétt hjá Agli, að ekkert af þessu er fréttnæmt. Og yrði varla sagt frá í nokkru siðuðu landi.“
Sjá pistil ritstjórans hér.