Ég er á móti!
Ég vil ekki búa í landi þar sem fólk ræðst að réttkjörnum stjórnvöldum með reglulegu millibili og reynir að hrinda þeim frá völdum með ólátum. Þó er ég andvígur ríkjandi stjórnvöldum.
Meðal annars vegna þess að ég kæri mig ekki um að búa í landi þar sem fasískar hreyfingar og ofbeldisfullir stjórnmálamenn ná að veita vatni að myllum sínum í hvert sinn sem óeirðir hefjast. Ég er samt andvígur ríkjandi stjórnvöldum.
Ég vil ekki rækta þann garð, sem í dag er ekki nema örlítið beð, þar sem plantað er fræjum skotvopna og táragas; allsherjar vopnvæðingar. Ég vil ekki vera þar sem átakalínur eru ristar dýpra og dýpra á milli samborgara í aðeins 320.000 manna samfélagi. Ég er þó andvígur ríkjandi stjórnvöldum.
Ég óska mér þess að menn tali saman, en hrópi ekki. Ég óska mér þess að fólk finni lausnir í spekt. Verandi andvígur ríkjandi stjórnvöldum.
Ég þekki ekki jákvæð úrslit ofbeldis og gargs, ryskinga og haturs; lyga, níðs og mannfyrirlitningar.
Guðmundur S. Brynjólfsson, Hringbraut, hringbraut.is, 25. maí 2015
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021