Pistlar

Benedikt og kranavatnið – síðari hluti
(Myndin tengist greininni óbeint, en samt alveg beint.) Í síðasta pistli mínum fjallaði um áformaðar skattabreytingar Benedikts Jóhannessonar. Pistillinn vakti töluverða athygli, og flestir virtust taka undir þau sjónarmið, sem þar komu fram. Benedikt lætur hins vegar engan bilbug á sig finna, og birtir langa grein í Kjarnanum, þar sem hann færir ítarlegri rök fyrir […]

Ferðaþjónustan: vaskurinn og kranavatnið
Umræðan um ferðaþjónustuna er afskaplega skemmtileg. Nú síðast horfði ég á þáttinn Silfrið með Agli Helgasyni, sem var einmitt tileinkaður þessum málaflokki, og ég get svo svarið það, að afþreyingargildið var með þeim hæsta sem ég hef upplifað. Sú umræða hefur verið nokkurs konar hugmyndasamkeppni, undir yfirskriftinni: „Hvernig getum við grætt meira á ferðamönnum?“ Og […]

Er jafnaðarstefnan dauð?
1. maí hefur alltaf verið tilefni til fagnaðar, en í dag er rok og rigning í hjörtum jafnaðarmanna. Víða um hinn vestræna heim eru jafnaðarmenn að tapa fylgi. Nú síðast í Frakklandi hlaut frambjóðandi Sósialistaflokksins í forsetakosningum 6 % atkvæða. Nýlega hlaut verkamannaflokkurinn í Hollandi svipuð örlög (5,7%). Jafnaðarmenn í Svíþjóð, sem höfðu aldrei fengið […]

Hin helga vík
Mér finnst rétt að láta vita af því að þótt Björt sé ekki þingmaður „fyrir Austurland“ teljum við hér eystra, ekki síst í Breiðdalnum, að við eigum helling í henni.

Ólafur Ólafsson sagði satt
Það er hálfskítt að Herðubreið skuli bara bjóða upp á eitt, staðlað fyrirsagnaletur. Þessi fyrirsögn er auðvitað stórfrétt út af fyrir sig og ætti skilið stríðsletur. En hún er rétt og ég „stend við fréttina“ eins og blöðin segja stundum. Ólafur Ólafsson sagði nefnilega alveg satt í yfirlýsingu sinni í gær: „Hvorki ríkissjóður né almenningur […]

Þegar Erla Bolladóttir fór á puttanum frá Keflavík
Það er auðvelt að finna ýmsa ranghala í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og jafnvel enn auðveldara að týna sér í einhverjum þeirra. Meðal slíkra hliðarstíga, sem ég sleppti í bókinni „Sá sem flýr undan dýri“ er sagan um hina frægu heimferð Erlu Bolladóttur frá Keflavík að morgni 20. nóvember 1974, daginn eftir að Geirfinnur Einarsson hvarf. […]

Öld lyginnar
Við mennirnir viljum vita og skilja. Þess vegna fylgjumst við með, skráum niður, skilgreinum og flokkum.

Óafturkræf verðmæti
Við þekkjum það þegar kemur að framkvæmdum að sumar þeirra eru þess eðlis að þótt maður myndi rífa allt niður aftur væri ekki hægt að endurheimta náttúruna einsog hún var. Þetta á við um ýmislegt og nægir að nefna Kárahnjúkavirkjun og þau víðerni sem töpuðust við þá framkvæmd. Hvaða skoðun sem menn hafa á því […]

Fauk svo sjálfur út í veður og vind
Fyrir þó nokkru síðan átti ég leið fyrir hornið á turninum við Höfðatún (sem heitir eitthvað allt annað núna) og fannst eitthvað gerast þegar ég steig akkúrat fyrir hornið. Ég greip um höfuð mitt og hugsaði, fjárinn gleymdi ég að setja á mig gleraugun áður en ég fór út. Í ljós kom að ég hafði […]

Það þarf alvörufólk
Það er hægt að hrósa mörgum fyrir framgöngu í máli Birnu Brjánsdóttur síðustu daga.

Þorum við að nota tæknina?
Hvarf Birnu Brjánsdóttur vakti öllum Íslendingum óhug og sú tilfinning náði reyndar langt út fyrir landsteinana. Þótt lögreglan láti ekki frá sér allar upplýsingar jafnóðum, virðast nú talsverðar og jafnvel yfirgnæfandi líkur til að málið upplýsist. Fari svo, verður það nútímatækni að þakka. Án eftirlitsmyndavéla hefði líklega ekkert spurst til þessarar stúlku eftir að hún […]