Myndaalbúm Margrétar

Að borða minna …

Að borða minna …

Árið 1917 hvöttu stjórnvöld í Bandaríkjunum almenning til að spara við sig í mat. Ástæðan var þátttaka ríkisins í fyrri heimsstyrjöldinni. Og eins og í öllum styrjöldum heimsins var „göfugur málstaður“ látinn réttlæta fórnir, kostnað og mannfall. Nú horfir heimsbyggðin upp á neyðarástand í Suður-Súdan þar sem um 50.000 börn eru þegar lífshættulega vannærð og […]

Myndaalbúm Margrétar 23/06/2014 Meira →
Fyrsta þingkonan

Fyrsta þingkonan

Í dag fögnum við því að 99 ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Þær þurftu þó að vera orðnar fertugar fyrst um sinn en það breyttist 1920. Ingibjörg H. Bjarnason var fyrst íslenskra kvenna til að vera kjörin á Alþingi árið 1922. Hún var kjörin af sérstökum kvennalista sem hlaut ríflega […]

Myndaalbúm Margrétar 19/06/2014 Meira →
Dýrin og frelsið

Dýrin og frelsið

    Það er margt skrítið í Kína. Ég var svo lánsöm að fá tækifæri til að dvelja með fjölskyldunni í Miðríkinu í nokkra mánuði árið 2008, rétt áður en allt hrundi á eyjunni bláu. Það var mikið ævintýri og lífsreynsla. Eins og allir vita eru Kínverjar margir og í stórborgunum eru víða meiri þrengsli […]

Myndaalbúm Margrétar 13/06/2014 Meira →
Virðingin og lífið

Virðingin og lífið

Stundum er sagt að það segi mikið um samfélag hvernig það hugsi um sína minnstu bræður og systur. Er það ekki þar sem réttast er að mæla hina raunverulegu velferð? Undanfarið hafa myndir af göddum sem sem settir hafa verið upp við byggingar til að koma í veg fyrir að heimilislaust fólk geti leitað þar […]

Myndaalbúm Margrétar 11/06/2014 Meira →
Í strætó með Rosu Parks

Í strætó með Rosu Parks

    Þann 1. desember 1955 var Rosa Parks handtekin í Alabama. Sakarefnið var borgaraleg óhlýðni. Hún settist og sat sem fastast í strætisvagni þótt hvít manneskja ætti samkvæmt lögum fylkisins „rétt“ á sætinu. Auk þess áttu þeir sem dekkri voru á hörund að vera aftast í vagninum. Myndin sýnir lögreglumann taka fingraför af „hinum […]

Myndaalbúm Margrétar 04/06/2014 Meira →
Veggurinn sem fauk

Veggurinn sem fauk

    Í október 2013 var ég í New York borg þegar fellibylurinn Sandy gekk á land beint á Manhattan. Við áttum reyndar bókað flug heim einmitt kvöldið sem veðrið skall á. Í stað þess að fljúga heim sat ég í rafmagnsleysi og myrkri á hótelherbergi og las skýrslur af spjaldtölvunni. Morguninn eftir bárum við […]

Myndaalbúm Margrétar 02/06/2014 Meira →
Gasklefinn í Dachau

Gasklefinn í Dachau

  Um daginn átti ég þess kost að heimsækja og skoða fangabúðir nasista í Dachau í Þýskalandi. Búðirnar þar eru þær elstu og upprunalegustu, voru reknar í tólf ár samtals og voru fyrirmyndir tuga annarra víðsvegar á yfirráðasvæði nasistanna. Þar er nú minningarreitur og safn um þá skelfilegu atburði sem þarna áttu sér stað, sem […]

Myndaalbúm Margrétar 29/05/2014 Meira →
Og hún flaug

Og hún flaug

Árið er 1903, dagurinn er 17. desember. Þremur dögum fyrr höfðu bræðurnir Wilbur og Orville Wright reynt í fyrsta sinn að fljúga vélknúinni flugvél. Árangurinn var ekki glæsilegur, flugferðin tók aðeins þrjár og hálfa sekúntu, vélin flaug 30 metra áfram og komst upp í fjögurra og hálfs metra hæð áður en hún féll niður og […]

Myndaalbúm Margrétar 26/05/2014 Meira →
Aska

Aska

Í dag, 23. maí 2014 eru nákvæmlega fjögur ár síðan eldgosinu í Eyjafjallajökli lauk. Gosinu sem raksaði flugsamgöngum víða um heim og olli flóðum og öskufoki hjá íbúum í nágrannabyggðum jökulsins. Það var nokkuð sérstakt hve vindáttin hélst svipuð á gostímanum. Öskustrókurinn sem vandræðunum olli stóð lengi því sem næst beint í suður. Þetta sést vel á myndinni […]

Myndaalbúm Margrétar 23/05/2014 Meira →
Innflytjendur

Innflytjendur

  Eitt af því sem mér þykir allra ömurlegast að heyra, sjá og lesa er þegar talað er niður til innflytjenda. Við lifum sem betur fer í heimi þar sem landamærin hafa sífellt minna vægi. Á hverjum degi erum við flest í samskiptum við fólk í öðrum löndum, lesum fréttir frá gjörvallri heimsbyggðinni, nýtum okkur […]

Myndaalbúm Margrétar 22/05/2014 Meira →
0,608