Efst á baugi

Ofbeldi og allsleysi
Landsamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ fór í fegrunaraðgerð og skipti um skammstöfun. Það auðkennir sig nú með stöfunum SFS. Nýr framkvæmdastjóri er Heiðrún Lind Marteinsdóttir, en hún tók við af manni sem fór til starfa hjá þrotabúum banka upp á miljarðabónus. Blaðið Stundin hefur á forsíðu eftir Heiðrúnu Lind „að skattar séu ofbeldi“ og að „þjóð […]

Ólöglegt en siðlegt
Verkalýðshreyfingin er að efla verkfallssjóði sína. Þetta merkir að hreyfingin býr sig undir harða kjarabaráttu í byrjun nýs árs. Þetta er löngu vitað og ætti að vera kunnugt öllum þeim sem fylgjast með þjóðmálum. Útgerðin, fiskvinnslan og sölusamtök fiskframleiðenda kvarta yfir háu gengi íslensku krónunnar. Ferðaþjónustan gerir það líka. Kvartanirnar fela í sér ósk um […]

Er kominn tími á minnihlutastjórn?
Þegar búið er telja öll atkvæði og úrslit þingkosninga orðin ljós, eru flestar ef-spurningar tilgangslausar, svo vinsælar sem þær eru allajafna fyrir kosningar. Vangaveltur um möguleg stjórnarmynstur verða nú að byggjast á rauntölum. Tvennt er alveg ljóst: Núverandi stjórnarflokka vantar þrjú þingsæti til að geta haldið áfram með minnsta mögulega meirihluta. Fyrirhugað umbótabandalag fjögurra flokka […]

Í blóðbaði
Framsóknarmaðurinn mummi skrifar á Vegginn (Veggurinn.is), stuðningsvef Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi: „Sigmundur Davíð hefur rekið sína pólitík á hugsjónum og framtíðarsýn … með þeirri nálgun á stór og smá málefni hefur hann bæði náð árangri og fengið fjölda fólks á sitt band og Framsóknarflokksins … Sigurður Ingi er hins vegar ekki þekktur fyrir neitt af þessu. […]

Miljónakallinn
Miljónakall Framsóknarflokksins keypti allita tólfblöðung inn í Moggann í dag, kjördag, fyllti hann af grobbsögum og loforðum og borgaði svo fyrir aldreifingu á blaðinu. Og þarna brosa þeir, Frammararnir, í tólfblöðungnum, reyna það að minnsta kosti. En. Þeir skilja eftir stórar spurningar. Þær vakna við lestur miðopnu tólfblöðungsins. Þar er sagt frá þeim dólgslegu skrifum, […]

Hin heilaga þrenning
Við erum að fara að kjósa. Það hefur varla farið fram hjá neinum. Þessar kosningar snúast um þrennt: Við þurfum að laga undurstöðurnar; heilbrigðiskerfið, vegakerfið, menntakerfið, húsnæðiskerfði og svo framvegis. Við þurfum að fjármagna draumasamfélagið. Það gerum við með fullu verði fyrir afnot af auðlindum landsins, þrepaskiptu skattkerfi og með því að ná í Tortólaféð. […]

Gleymska
Sjálfstæðismenn eru örvæntingarfullir. Mannfæðin er slík hjá flokknum að þeir neyðast til að senda Guðlaug Þór Þórðarson, alþingismann til þess að kynna stefnu flokksins í útvarpi, sjónvarpi og blöðum. Það er alkunna að gleymskan er fylgifiskur örvæntingarinnar. Þannig hélt Guðlaugur Þór því fram í kosningaspjalli í Vísi (26.10.´16) að orðspor Sjálfstæðisflokksins hafi ekki beðið hnekki […]

Varist eftirlíkingar
Pólitík er fúlasta alvara. Viðfangsefni stjórnmálanna er þjóðfélagið. Í hvernig þjóðfélagi viljum við búa ? Þeir sem hafa skoðun á því eiga einnig að láta sig stjórnmál skipta. Allir eiga að nýta kosningaréttinn. Samfylkingin er klassískur jafnaðarmannaflokkur. Við viljum jöfnuð og öflugt velferðarkerfi. Við þurfum öflugt atvinnulíf til að standa undir þessum stefnumálum. Við þurfum […]

Þingmóri
Við lok síðasta mánaðar birti undirritaður stuttan pistil, Stríðsfrétt, um vefinn Veggurinn.is. og þótt í djúpristu góðsemiskast að kalla mætti vefinn undarlegan. Í pistlinum kom fram að það eru stuðningsmenn Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins sem halda honum úti. Aðdáendur formannsins, aflögufærir á fé. Það sem af er þessum mánuði hefur undirritaður endrum og eins fylgst […]

Mínímalísk glæpasaga
Það er 18. október. Í fyrrakvöld horfði ég á sjónvarpsfréttir, sá og heyrði af sjómanni, skipstjóra á besta aldri, sem alshæmerinn hafði gleypt. Hann getur enga björg sér veitt lengur. Hann þarf hjálp við hvaðeina, allan sólarhringinn. Það er búið að senda hann út af stofnun; hann er búinn að vera þar svo lengi sem […]

Sérstaða
Staða Framsóknarflokksins í stjórnmálum er einstök nú um stundir. Hún sætir slíkum fádæmum að það er taklin frétt, meira að segja myndskreytt forsíðufrétt í Morgunblaðinu, að formaður flokksins hafi talað við þingmann flokksins. Þeir „Hafa átt trúnaðarsamtöl eftir fáleika,“ svo vitnað sé til fyrirsagnar á forsíðu Moggans. „Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og […]

Vill utanríkisráðherra hleypa Bretum aftur inn í landhelgina? Tveir reyndir stjórnmálamenn spyrja
Lilja Dögg Alfreðsdóttir sér tækifæri fyrir Ísland í því, ef Bretar fylgja ekki lengur sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB. Hvað merkir það?