trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 14/03/2014

Bara þessar línur

Eftir Elísabetu Jökulsdóttur

 

ég veit ekki hvort þú veist það

en ég grét einu tári áðan

útaf háspennulínunum

á uxahryggjum og kaldadal

ég fór þessa leið fyrir tíu árum

alein og veik á geði

þá var sólin að koma upp

einsog blæðandi sár

og sólin flæddi yfir landið

uxahryggina og kaldadal

og ég var alein í heiminum

að horfa á þessu undur

sem hafa lifað í hjartanu

 

en þegar ég fór þar um í gær

var búið að skera allt í sundur

og ég var þar ekki lengur

 

bara þessar línur.

 

Ágústhefti 2007

Flokkun : Menning
1,323