Bara þessar línur
Eftir Elísabetu Jökulsdóttur
ég veit ekki hvort þú veist það
en ég grét einu tári áðan
útaf háspennulínunum
á uxahryggjum og kaldadal
ég fór þessa leið fyrir tíu árum
alein og veik á geði
þá var sólin að koma upp
einsog blæðandi sár
og sólin flæddi yfir landið
uxahryggina og kaldadal
og ég var alein í heiminum
að horfa á þessu undur
sem hafa lifað í hjartanu
en þegar ég fór þar um í gær
var búið að skera allt í sundur
og ég var þar ekki lengur
bara þessar línur.
Ágústhefti 2007
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021