Ritstjórn
Eru viðskipti við MP banka kjarni tilrauna til að kúga fé út úr forsætisráðherra?
Svo virðist sem viðskipti við MP banka séu kjarninn í þeim upplýsingum sem Hlín Einarsdóttir notaði til að reyna að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.
Að liðnu ári: Lesendur vilja eiga sína Herðubreið. Þakk fyrir viðtökurnar
Tímaritið Herðubreið fagnar nú ársafmæli sínu í gerbreyttri mynd á vefnum. Á þeim tíma hafa birst á síðum hennar um 700 pistlar, 170 ljóð, þar af ótalmörg frumbirt hér, og 150 orðskýringar.
Óvænt uppákoma: Í fyrsta sinn fer kjör formanns fram á landsfundi. Kostar nokkur þúsund krónur að greiða atkvæði
Í fyrsta sinn í sögu Samfylkingarinnar fer formannskjör fram á landsfundi, en ekki í allsherjaratkvæðagreiðslu allra félagsmanna eins og venja hefur verið.
Hún brá sér í laumi inn bakdyra megin. Óvænt áhrif Bítlanna á stjórnmálasögu Íslands
Um það leyti sem Stefán Eiríksson sagði upp starfi sínu sem lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið sumar vakti hann athygli á texta í lagi Bítlanna, sem enginn hafði skilið fram að því.
Herðubreið fagnar öflugum liðsstyrk: Björgvin G. Sigurðsson ráðinn annar ritstjóri
Björgvin G. Sigurðsson hefur verið ráðinn annar ritstjóri Herðubreiðar og mun sinna því ásamt Karli Th. Birgissyni sem verið hefur ritstjóri frá upphafi. Karl segir þetta í samræmi við áform um vöxt og eflingu útgáfunnar.
Björn Valur: Framsóknarflokkurinn hefur nú yfirtekið DV
Framsóknarflokkurinn hefur yfirtekið DV. Svo einfalt er það. Þetta fullyrðir Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna í grein í Herðubreið.
Það sem kirkjan vildi ekki að við heyrðum og Jón Sigurðsson langaði að vita: Grettisfærsla
Sannkristnir menn á miðöldum skófu burt langan texta úr Grettis sögu. Efnið þótti of klúrt. Nú getum við loks lesið það. Og hlustað.
Stefna Hannesar Hólmsteins hefði útilokað palestínsku flóttakonurnar og börn þeirra
Mun harðari stefna í innflytjendamálum skýtur nú upp kollinum á hægri væng Sjálfstæðisflokksins og virðist eiga rætur í kosningasigrum Framsóknarflokkains og Svíþjóðardemókrata.
Hið ömurlega andlausa þjark. Það er munur á Samfylkingu og Bjartri framtíð
Það er raunverulegur munur á Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Þetta er niðurstaða Karls Th. Birgisonar ritstjóra Herðubreiðar í nýjasta pistli hans.
Nýjung í fjármögnun vefmiðils: Sumt efni einungis hægt að lesa í áskrift
Herðubreið hefur tekið upp óvenjulega leið til að fjármagna rekstur sinn. Héðan í frá verður eingöngu hægt að lesa pistla ritstjórans, Karls Th. Birgissonar, með því að…
Taktföst eljusemi – Eða: „Við erum bara meira hjúman“
Einusinni vann ég fyrir íslenska sósjal demókrata í húsi (sem nefnt var af pólitískum andstæðingum okkar „Top shop húsið“) niðrí Lækjargötu.
Afkoma ríkissjóðs batnað jafnt og þétt
Hræðsluupphlaup oddvita núverandi stjórnarflokka í sumarbyrjun í fyrra hefur sem betur fer reynst tilefnislaust með öllu.