Margrét Tryggvadóttir
Innanríkisráðuneytið og upplýsingarnar
Þegar maður trúir ekki að hægt sé að toppa vitleysuna berast af því fregnir að starfsfólki í innanríkisráðuneytinu sé óheimilt að tala við fjölmiðla, þeir megi bara tala við fjölmiðlafulltrúann og svo (ó)heppilega vill til að hann er í fríi. Þetta finnst mér ekki boðlegt – sérstaklega ekki þessa dagana þegar öll spjót standa á […]
Íslandsbörn fjölskylduhjálparinnar
Ný frétt poppaði upp á fésbókinni: Átakið Íslandsforeldri og ný starfsstöð opnuð í dag: „Mun hafa varnaleg áhrif á líf þessara barna“. „Mjög gott mál“, sagði Pressan þar sem hún dreifði eigin frétt. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki sannfærð og reyndar langt því frá. Í lok árs árið 2010 fékk ég innsýn inn […]
Nýtt Ísland – Hvernig viljum við að hafa það?
Það fer varla framhjá neinum að þjóðfélagið okkar hefur ratað í öngstræti. Traust á helstu stofnunum samfélagsins er í lágmarki og enginn virðist átta sig á hvernig hægt er að laga það. Síðasta ríkisstjórn byrjaði sem vonarstjórn árið 2009 en endaði sem stjórn vonbrigða. Skyldi svo sem engan undra því verkefnin sem lágu fyrir voru í […]
Að efla lögregluna
Í morgun las ég í DV að lögreglan eða yfirmenn hennar hafi verið að pukrast við að koma sér upp vopnasafni, hálfsjálfvirkum skammbyssum og hríðskotabyssum, sem ég verð að viðurkenna að ég átta mig illa á til hvers eru nytsamlegar ætli maður ekki beinlínis að drepa einhvern. Meðal þess rökstuðnings sem settur er fram í […]
Stóra vambamálið
Ég elska slátur. Mér finnst búðaslátur alveg ætt (og hundinum mínum líka) en heimatilbúið slátur er best. Við Loki erum alveg sammála um það og hann fær að éta vambirnar og drekka soðið líka. Heimurinn er alltaf að breytast og matarsmekkur okkar með. Nú getum við keypt eða eldað indverskan, tælenskan, kínverskan og amerískan mat […]
Erindi til stjórnarskrárnefndar
Í júní s.l. sendi stjórnarskrárnefnd, undir forystu Sigurðar Líndal frá sér áfangaskýrslu. Hún hefur kallað eftir viðbrögðum við því plaggi, sjá nánar hér. Mér finnst sjálfsagt að verða við því og vil hvetja sem flesta til að gera slíkt hið sama. Svona er mitt bréf: Ágæta stjórnarskrárnefnd, ég vil nota tækifærið og þakka fyrir áfangaskýrslu […]
Búsið, búðirnar og bein útsending frá engu
Það er skrítið hvernig sumum málum tekst að verða táknmyndir fyrir eitthvað allt annað en þau standa í raun fyrir þegar að er gáð. Eitt af því er frumvarp um áfengi í matvöruverslunum. Hneykslun reið yfir samfélagið þegar ræða átti einmitt það efni þann 20. janúar 2009, daginn sem búsáhaldabyltingin hófst. Þetta var reyndar ekki eina […]
Lekamálið og stjórnarskráin
Mikið hefur verið rætt og ritað um lekamálið svokallaða og hvort innanríkisráðherra eigi að segja af sér. Ég ætla ekki að fara að skrifa upp viðtöl við ráðherrann eða benda á mótsagnir í máli hennar – það hefur verið gert víða. Mig langar að skoða málið út frá stjórnarskránni og stjórnskipaninni. Er ég þó enginn […]
Breiðholtið og listin
Eitt af hlutverkum listarinnar er að rjúfa hversdaginn og vekja okkur til umhugsunar. Þó kemur það alltaf jafnmikið á óvart hve sönn listaverk geta vakið sterk viðbrögð. Og þannig á það auðvitað að vera. List á að ögra. Þó er sorglegt að sjá hve hin frábæru vegglistaverk sem verið er að setja upp í Breiðholti […]
Karolina Fund
Til er sniðugt fyrirbrigði sem heitir Karolina Fund og er íslensk hópfjármögnunarvefsíða. Hópfjármögnun er kannski framandi fyrirbrigði í augum margra enda tiltölulega ný leið til að fjármagna verkefni, viðburði og nýsköpun. Karolina Fund hefur þó verið í loftinu síðan 2012 og fjármagnað fjölda verkefna, t.d. sirkústjaldið Jöklu. Erlendis hafa síður á borð við Kickstarter […]
Alþingi og eftirlitshlutverkið
Eitt af því sem ég hélt við hefðum lært af biturri reynslu eftir hrunið var að eftirlitið hefði brugðist hér á landi. Nei, ég ekki að tala um iðnaðarsalt þótt slíkt eftirlit skipti líka miklu máli. Ég er að tala um eftirlit stofnana á borð við Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið en ekki síst Alþingis sjálfs. Fyrsta […]
Leikhús fáránleikans
Fátt þrái ég meira en að við getum öll haldið áfram með lífið eins og við byggjum í eðlilegu þjóðfélagi. Jafnvel grætt svolítið á daginn og grillað á kvöldin. Nú eru að verða sex ár frá hruni og daglega eru fjölmiðlar troðfullir af fréttum um það. Úrvinnslan er enn í fullum gangi. Dómstólar troðfullir af […]