Hallgrímur Helgason
Guðfaðirinn Guðni
Eitt sinni héldum við að Guðni Ágústsson væri seinheppinn sveitamaður sem vildi Ísland fyrir Íslendinga og konuna á bakvið eldavélina. En þar höfðum við rangt fyrir okkur. Því Guðni reyndist miklu klárari en við héldum og varð á endanum “darling of the nation”, ástkær skemmtikraftur og sjarmatröll, konungur eigin kjördæmis á Kanarí. Og lengi vel […]
Bókaþjóð með búrastjórn?
Grein sem birtist í Mogganum í dag. Ljósmynd tók Steingrímur Kristinsson á Siglufirði. Íslenski bókabransinn er viðkvæmur. Vel hefur gengið á undanförnum árum, en samt, staðan er viðkvæm. Áform ríkisstjórnarinnar um hækkun virðisaukaskatts á bókum úr 7% í 12% eru áhættusöm. Því kýs hún að rugga svo viðkvæmum báti fyrir nokkra milljónatugi? Peningar hafa nefnilega […]
Siðareglur ríkisstjórnarinnar
Gera vel við LÍÚ, lækka veiðigjöld t.d. — (tékk) Leiðrétta forsendubrest með hrægammagróða — (“tékk”) Endurreisa Jónas Fr., finna flott starf — (tékk) Endurreisa Haarde, (sendiherra?) — (tékk) Endurreisa Menntaskólann Hraðbraut — (tékk) Endurreisa pólitískt útvarpsráð — (tékk) Endurvekja pólitískar ráðningar (sendiherrastöður etc…) — (tékk) Gera vel við DO, boð á Þingv.? (gisting kannski too […]
Grafir og stólar
Þremur árum eftir Breivik aðeins þremur árum eftir að Breivik felldi 77 norsk ungmenni í baráttu sinni gegn “fjölmenningarsamfélagi, Evrarabíu og trójuhestum múslima” vekur íslenskur stjórnmálaflokkur upp andúð á Íslam í von um atkvæði í von um stól eða tvo í borgarstjórn Reykjavíkur Í kjölfarið “brýst út umræða” með viðeigandi morðhótunum og kommentagargi […]
Þegar Framsókn fagnar….
Þingflokkur Framsóknar dansaði stríðsdans í Alþingishúsinu í gærkvöldi eftir samþykkt skuldaleiðréttinga. Þau birtu þessa mynd af sér á Facebook. Þau vildu að við sæum fögnuðinn. Maður veit ekki alveg hvernig maður á að bregðast við, maður hálf lamast, þessi mynd er eitthvað svo ótrúlega óþægileg. Þetta er fólkið sem stjórnar landinu. Það er svona líka […]
Farið og sjáið Vonarstræti. Stórkostleg kvikmynd. Hver er þessi Baldvin Z?
Farið og sjáið Vonarstræti. Stórkostleg kvikmynd. Hver er þessi Baldvin Z? Ég eyddi gærkvöldinu í sneisafullum Sal 1 í Smárabíó, einn með fólki sem ég hafði aldrei séð áður, að horfa á íslenska kvikmynd eins og maður hefur ekki séð áður. Það er eitthvað nýtt hér á ferð, einhver ný næmni, ný nálgun, nýtt plan. […]
Ræða á Austurvelli
Flutti ræðu á mótmælafundi á Austurvelli í dag. Hér er hún. Ég veit ekki hvort er verra, harkan og hraðinn í upphafi málsins, eða hægagangur síðustu vikna. Þessi ríkisstjórn virðist ekki geta gert neitt almennilega. Hún getur ekki einu sinni svikið almennilega. Í staðinn fyrir að stjórnin standi við svik sín og taki þau alla […]
Þjóðarsálin hans Jóns míns – Leikhúsferð suður á Akureyri
Gaman að keyra “suður” og fara í leikhús. Brá mér inn á Akureyri í gærkvöldi. Hundurinn fékk prímapössun hjá Dinnu á Dalvík og bíllinn nýtt gamalt dekk hjá BHS-verkstæði á Sandinum, miklir yndismenn sem hlúa þar að sjúkum og veikum bílum. Veit ekki með ykkur en mér finnst eitthvað alveg ómótstæðilegt við bifvélaverkstæði, einkum á […]
Sigmundur Davíðs
Síðasta vika var skrautleg hjá forsætisráðherra. Hún byrjaði með ákalli aðstoðarmannsins: Nei, Sigmundur sagðist aldrei ætla að ná 300 milljörðum af hrægömmum og nota til skuldaleiðréttingar! Horfiði bara á síðasta viðtalið hans fyrir kosningar! Það eru bara fréttamennirnir sem tala um þetta! Hann segir það aldrei beinum orðum sjálfur! Leiðréttingin átti semsagt líka að ná […]
Englar alheimsins: Afmeyjun leikhússins
137 þúsund landsmenn sáu beina útsendingu Sjónvarpsins úr Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, segja fréttir dagsins. Englar alheimsins flugu inn í allar stofur landsins. Fyrir helberan klaufaskap hafði ég ekki séð þessa sýningu og var því einn af helmingi þjóðarinnar sem sat límdur við skjáinn, tölvuskjáinn í mínu tilfelli. Því kemur hér undarleg umfjöllun alltof sein og […]
Fjöllin skyr og fjörður mjólk
„Sjá fjöll mín hefjast hvít sem skyr og mjólk úr hafi, — gnoðin ber mig aftur heim …“ Þannig hefst lokaerindið í ljóði Laxness, Í landsýn. Skildi þessar línur loks í dag er ég ók út Eyjafjörð sem undir grænlandshæð var sem grænlenskur kollegi, lygn og tær. Snarauður á vegi en snjóhvítur til hlíða. Fjöllin […]