Gestastofa
Minnihlutahópur landsbyggðarinnar
Eftir Krumma í Rjóðri Í þessari umræðu langar mig að taka smá þátt og byrja á sögu. Það gæti hafa verið 1987 að ég mæti Rikka á flugvellinum á Egilsstöðum; hann er á leið heim á Stöðvarfjörð, ég að skreppa í borgina, hann er að koma frá Vín. „Veistu hvað er mest rætt í Austurríki […]
De profundis – úr undirdjúpunum
Eftir Bryndísi Schram Móðir jörð skartar sínu fegursta hér um þessar mundir. Kletturinn okkar er umvafinn gróðri í öllum regnbogans litum, gulum, rauðum, grænum og bláum – en aðallega þó fjólubláum. Blómin brjóta sér leið upp úr djúpum sprungum í átt til sólar. Þau klifra upp hvítkalkaða húsveggi og gefa lífinu lit og angan. Jafnvel […]
Svarti bletturinn
Eftir Sigtrygg Magnason Mér hefur alltaf verið frekar hlýtt til Framsóknarflokksins. Ég ólst upp við það hjá afa mínum og ömmu fyrir norðan að í lok nóvember kom pakki inn á heimilið sem innihélt jóladagatal Sambands ungra framsóknarmanna sem ég held að afi minn hafi einhverra hluta vegna verið áskrifandi að. Hann var þó ekki […]
Góðar hugmyndir í Reykjavík
Eftir Stefán Jón Hafstein Kosningabaráttan lumar á nokkrum góðum hugmyndum fyrir Reykjavík. Einhvers staðar í smáa letrinu rakst ég á að Sjálfstæðismenn vilja opna bókhald borgarinnar og setja á netið, nótur og allt. Þetta væri rótttæk og mikilvæg nýbreytni fyrir allan opinberan rekstur og verðskuldar stuðning. Hjá flokknum er það hins vegar reyndar tæpast „hugmynd“ […]
Að vera frá sér
Eftir Úlfar Þormóðsson Ég settist á bekk hjá Jóni Sigurðssyni við Austurvöll. Þá sá ég að vorið var komið í Templarasund, hætti við það sem ég ætlaði að fara að gera, stóð upp og ákvað að athuga hvort vorið hefði smeygt sér inn í Alþingishúsið. Ég fór upp á pallana eftir að verðirnir höfðu tekið […]
Framtíð háskólamenntunar á öld hnattvæðingar séð af sjónarhóli smáþjóða
Eftir Jón Baldvin Hannibalsson Árið 2032 verður Háskólinn í TARTU á Eistlandi 400 ára. Háskólinn telst vera meðal 3% fremstu háskóla heims og í fremstu röð á Norðurlöndum. Í tilefni af þessum tímamótum framundan hafa sérfræðingar skólans verið virkjaðir í fjölda starfshópa á s.l. ári í vinnu við framtíðarstefnumótun undir heitinu: VISION 32. Meðal spurninga, […]
Hvaða synd?
Eftir Úlfar Þormóðsson Þó að ég fylgist ekki stöðugt með því sem fram fer í útvarpinu hef ég það opið öllum stundum. Það er í öðru herbergi ég, en ómeðvitað sperri ég eyrun þegar eitthvað úr því nær til mín. Þegar ég heyrði gamalkunnugt stef, „ … að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs þíns“ […]
Svör við athugasemdum Margrétar Tryggvadóttur
Eftir Kára Stefánsson Margrét Tryggvadóttir birti pistil á vefsíðunni Herðubreið í dag þar sem hún velti upp nokkrum spurningum um Útkallið, sem er tilraun Íslenskrar erfðagreiningar til þess að fá stóran hóp fólks til þess að taka þátt í rannsóknum á erfðum ýmissa sjúkdóma sem og annars í mannlegu eðli. Hér eru viðbrögð Íslenskrar erfðagreiningar […]
Hin launaða heimska
Eftir Úlfar Þormóðsson Það er fátt sem mér er jafn erfitt að umbera og launuð heimska. Það lá við að ég hrykki upp af standinum þegar ég las það á Vísi.is, núna klukkan þrjú þann 7. maí, að á fjórða tug alþingismanna hafi í hyggju að lækka veiðigjald um eitt þúsund og þrjú hundrað miljónir […]
Þjófar í paradís
Eftir Úlfar Þormóðsson Skattrannsóknarstjóra hefur verið gert tilboð. Hann getur fengið lista með nöfnum mörg hundruð íslenskra félaga, einstaklinga og fyrirtækja sem stálu fé undan skatti og földu það í skattaskjólum úti í heimi. Það er óljóst hver er að selja og hvað upplýsingarnar kosta. Nokkur ríki hafa borgað fyrir þessa vitneskju um þegna sína, […]
Hver dagur skiptir máli
Eftir Róbert Marshall Það var einhver, veit ekki hver, sem kom alveg upp að mér í hvert skipti sem ég rumskaði og hvíslaði að mér að ég hefði lent í slysi, farið í aðgerð og væri að vakna. Það er ógnvænleg tilfinning að vakna úr djúpri svæfingu, í öndunarvél, og vita ekki hvar maður er […]
Eða var það feigðin
Eftir Úlfar Þormóðsson Fjöldinn allur leitaði skýringa á því af hverju Guðni Ágústsson hætti við framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur áður en hann sagði sjálfur svo frá að flokkurinn hefði ekki viljað leyfa honum að bjóða fram lista framsóknarmanna og óflokksbundinna flugvallarvina. Flokkurinn sagði þetta ekki vera rétt, en flestir trúðu þessu, enda Guðni uppáhalds Framarinn […]