Aumingja Þórarinn, því að hann er góður rithöfundur
Ritdómur – Steinunn Jenný Karlsdóttir
Mér finnst Fuglaþrugl og naflakrafl eftir Þórarin Eldjárn ekki nógu góð bók. Sum ljóðin eru svolítið skrýtin, en sum skemmtileg.
Til dæmis eru naflastrengjaljóðin svolítið skrýtin en fuglaljóðin fín og öfugmælin líka. Til dæmis þessi vísa:
Vatnið er svo voða þurrt,
vatnið rennur aldrei burt
enda bæði stíft og stökkt,
stamt og gróft og þykkt og dökkt.
Hanaljóðið var svolítið asnalegt og leikhúsljóðið líka.
Sjóræningjaljóðið var ágætt.
Sigrún Eldjárn teiknar fínar myndir.
Ég get ekki gefið bókinni nema tvær og hálfa stjörnu. Aumingja Þórarinn, því að hann er góður rithöfundur.
Steinunn Jenný Karlsdóttir, níu ára
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021