Að horfa á boltann
Rúv 1, eins og það heitir á netinu, sendir út leik Íslands og Moldóvu í fótbolta. En það er eins og Rúvið, og reyndar Síminn og Rás 2 líka, átti sig ekki á því að upp til hópa eru áhorfendur beturvitringar. Og vilja ekki láta trufla sig við áhorfið. Og þeir vilja alls ekki láta segja sér hvað þeir sjá, hvað mætti gera betur, hvernig þessi eða hinn stendur sig í leiknum. Þeir sjá það sjálfir, vita það um leið, sjálfir. Þess vegna er það misráðið, algjörlega misráðið, að vera með beturvitringa til að lýsa leiknum með íþróttafréttamanni. Það er ekki bara peningasóun, það dregur úr ánægju áhorfandans að neyðast til að hlusta á launaðan vitring tala í tíma og ótíma og segja áhorfandanum það sem hann þegar veit.
Þetta er skrifað í hálfleik. Staðan eitt núll fyrir okkur, eins og sagt er í boltanum. Og líkur skrifari pistlinum með því að skora á þá sem senda út fótboltaleiki að hætta að borga vitringum með málæði fyrir að bulla frá sér vitinu yfir okkur áhorfendur.
- Sálumessa - 02/07/2020
- Umhverfisvændi - 21/04/2020
- Er brennivínið besti kostur? - 26/03/2020