
Valgarður Guðjónsson

Vín í matvöruverslanir? Auðvitað
Ég hef enn engin rök séð fyrir því að vín sé aðeins selt í sérstökum verslunum sem einungis eru opnar á takmörkuðum tíma og alls ekki þegar kannski helst væri þörf á. Það er skondið að sjá sömu lífsseigu rökleysurnar og haldið var á lofti fyrir bjórbanninu á sínum tíma . Rökleysurnar eru kannski eitthvað […]

Er þetta ekki mótsögn hjá forsætisráðherra?
Það var nokkuð skondið svarið hjá forsætisráðherra í hádegisfréttum Rúv vegna styrkveitinga sem standast ekki reglur. Þeir fylgdu bara reglum fyrri ríkisstjórnar og eru búnir að leggja þær af núna. 1. Ef reglurnar eru svona vondar að það þurfti að leggja þær af, hvers vegna voru þeir þá að fara eftir þeim yfir höfuð? – […]

Heimskun stjórnmálanna, verri en fordómarnir?
Ég hef vissulega áhyggjur af þeim kynþáttafordómum sem læddust upp á yfirborðið fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. En ég hef eiginlega enn meiri áhyggjur af ákveðinni „heimskun“ stjórnmálanna. Þegar frambjóðandi fer ítrekað með rangt mál og/eða staðlausar fullyrðingar eru eðlileg viðbrögð að benda á rangfærslurnar. Auðvitað er enn verra þegar afstaða frambjóðenda til ákveðinna mála litast af […]
Að eiga kirkjujörð og éta hana líka
Það er svolítið hjákátlega að á sama tíma og ríkiskirkjan ver launagreiðslur til starfsmanna kirkjunnar á þeim forsendum að þetta séu greiðslur fyrir jarðir sem kirkjan hafi afhent ríkinu – eru kirkjunnar menn í innbyrðis deilum vegna þess að einstaka prestar halda ansi myndarlegum hlunnindum af jörðum í eigu kirkjunnar. Kirkjan virðist sem sagt bæði […]
Af fréttum II, breytt náttúrulögmál?
Ég heyrði áðan á fréttastofu sem vill láta taka sig alvarlega að búið væri að sanna að einhver fyrrverandi páfi hefði gert kraftaverk. Rúv nánar tiltekið. Tilefnið, jú í kvöldfréttum Rúv áðan var sagt að búið væri að sanna að fyrrverandi páfi hefði gert eitt kraftaverk. Sanna! Já, takk. Nú er annað hvort búið að […]
Nýr flokkur?
Ég finn mig hvergi í stjórnmálaflokki. Fyrir það fyrsta þá er nú ekki mikið að græða á „vinstri“/“hægri“ skilgreiningum. Og jafnvel það sem hægt er að greina þar, hentar mér einfaldlega engan veginn. En ég fæ stundum „áhugaskot“ þegar ég heyri af nýjum stjórnmálaflokki. Þetta gilti um Borgarahreyfinguna, Pírata, Bjarta framtíð, Lýðræðishreyfinguna og fleiri… En […]
Að hitta naglann á ólitaðan hausinn
Þingmaður Framsóknarflokksins sagði að „skuldaleiðréttingin“ væri fyrir fólk sem vildi ekki lita hárið sjálft heldur fá þessa þjónustu á hárgreiðslustofu. Mér sýnist að þarna hitti annars ágætur þingmaður naglann á ólitaðan „hausinn“, sennilega óvart. Þessi svokallaða skuldaleiðrétting vegna „forsendubrests“ nýtist fólki nefnilega án tillits til þess hvort raunverulegur „forsendubrestur“ hafi orðið. Eða ekki. Margir virðast […]
Rökleysur um einokun
Ég sé að Páll Magnússon skrifar grein í Morgunblaðið til varnar núverandi fyrirkomulagi í fiskveiðimálum. Reyndar tengir hann þetta við aðildarumsókn að ESB, látum þá hlið liggja á milli hluta hér. En Páll segir í stuttu máli að fleiri en eigendur kvótans og „sægreifar“ njóti arðsins af fiskvinnslunni. Úgerðarfyrirtækin greiði skatta til þjóðfélagsins og þannig […]
Fréttanöldur
Ég verð víst að játa að ég er svona frekar neikvæður að eðlisfari og geri talsvert af því að tuða og nöldra yfir öllu og engu. Að sama skapi hef ég verið hálfgerður fréttafíkill frá því ég var krakki. Þess vegna liggur beint við að nöldra yfir fréttum og óskiljanlegt að ég hafi ekki byrjað á […]
Casino, já
Ég er ánægður að heyra af frumvarpi Willums Þórs Þórssonar um að lögleiða fleiri tegundir fjárhættuspila, þeas. að leyfa rekstur á því sem kallast „Casino“ í útlandinu, en hefur fengið það fjandsamlega heiti „Spilavíti“ á íslensku. Ég kíki gjarnan í Casino á ferðalögum, þeas. þar sem það er hægt, tek frá litla upphæð og ýmist […]
En hvar eru 300/800 milljarðarnir þá?
Ég sé að aðstoðarmaður forsætisráðherra, hinn geðþekki Jóhannes Þór Skúlason, fer ófögrum orðum um tal þeirra sem eru að rukka forsætisráðherra um 300 milljarða fullyrðingarnar fyrir kosningar. Sigmundur Davíð talaði reyndar um 800 milljarða sigmundurdavid.is sem væri meira en nóg til að leiðrétta stöðu heimilanna. Fyrir mér er þetta nú hálfgerður orðhengilsháttur. Mér finnst óneitanlega […]
Jú, sjáðu til Björn…
Björn Bjarnason segir í pistli á bjorn.is að það sé rannsóknarverkefni hvers vegna fólk mæti á samstöðufundina á Austurvelli. Þetta er nú hvorki flókin né erfið rannsókn. Ein hugmynd er að hlusta á það sem ræðumenn segja. Önnur góð hugmynd er lesa fundarboðið. Smá vísbending. Fólk vill að flokkarnir sem komust í stjórn að gefnum […]