trusted online casino malaysia
Valgarður Guðjónsson 21/05/2014

Að eiga kirkjujörð og éta hana líka

Það er svolítið hjákátlega að á sama tíma og ríkiskirkjan ver launagreiðslur til starfsmanna kirkjunnar á þeim forsendum að þetta séu greiðslur fyrir jarðir sem kirkjan hafi afhent ríkinu – eru kirkjunnar menn í innbyrðis deilum vegna þess að einstaka prestar halda ansi myndarlegum hlunnindum af jörðum í eigu kirkjunnar.

Kirkjan virðist sem sagt bæði hafa afhent ríkinu þær jarðir sem hún átti og fengið eilífðarsamning um óskilgreind laun í staðinn.

Og kirkjan virðist líka eiga jarðir sem skila alveg ágætis tekjum.

Er þetta ekki svolítið að vilja eiga kökuna og éta hana líka. Og komast upp með það.

Flokkun : Pistlar
1,594