
Úlfar Þormóðsson

Þórhallur
Margur er búinn að fá yfir sig af hallærisgangi viðskiptalífsins hvað varðar nafngiftir á fyrirtækjum. Nöfnin lýsa lágkúru. Og minnimáttarkennd. Og gróðafíkn: Air Iceland Connect, Joe and the juice, Dunkin‘ Donuts. Og gististaðirnir Victoría Villa og Snorra’s gesthouse, væntanlega skírt í höfuðið á Snorra Sturlusyni. Það er ástæðulaust að eyða orku í að fjargviðrast frekar […]

Brestir
Hún var skammvinn ánægjan sem vaknaði vegna hugmynda ASÍ og VS um það hvernig vinna mætti bug á kennitöluflakki. Nú er ljóst að til þess að fjármálaráðherra fáist til þess að setja það skammrif í lög mun böggull fylgja. Hann er sá, að landsmenn allir gerist áskrifendur að viðskiptakortum og hætti að mestu að nota […]

Jákvæð tíðindi
Kennitöluflakkarar hafa unnið mikið tjón á samfélaginu. Margir hafa liðið fyrir gerðir þeirra; fyrirtæki, ríkissjóður, stéttarfélög, lífeyrissjóðir, launamenn og konur. Það voru því ánægjuleg tíðindi sem sögð voru í kvöldfréttum Útvarpsins í dag, 20.06.´17, er skýrt var frá því að Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hefðu tekið höndum saman í baráttu gegn kennitöluflakki. Í dag […]

Óvit
Menn verða fyrir árásum annarra manna; þær lita alla mannkynssöguna. Frá því var skýrt í hádegisfréttum (14.06.´17) að vestur í Bandaríkjunum var skotið á þingmann og einhverja fleiri á íþróttaleikvangi. Þó mun öryggisgæsla hvergi vera meiri og öflugri en þar vestra. En. Samt sem áður. Slíkar fréttir berast víðar að og hrikalegri margar. Og maður […]

Ærum ekki óstöðugan
Í dag (10.06.´17), meðan á hinu svonefnda Litahlaupi stóð í Reykjavík, voru sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra með byssur á stjákli við hlaupaleiðirnar. Vísir.is hefur það eftir ríkislögreglustjóra að um sé að “ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaárása í London og á fleiri stöðum.” Þá hefur Vísir.is það eftir ríkislögreglustjóra að þetta hafi verið gert til þess að tryggja […]

Skróp
Oftar en ekki keppa ráðherrar um að vera viðstaddir þegar ríkisstjórnin telur rétt að monta sig af einhverju. Nýverið héldu ráðherrar blaðamannafund til að monta sig af því sem stjórnin ætlar að gera í húsnæðismálum fyrir ungafólkið og fyrir fátæka fólkið. Það voru sögð mörg (vel valin) orð og vonir vaktar; þeir, ráðherrarnir ætla að […]

Varnaðarorð
Í gærkveldi (2.06.´17) sýndi Sjónvarpið kvikmyndina Nackt unter Wolfen, sannsögulega mynd sem sem látin er gerast í Buchenwald, útrýmingarbúðum nasista undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari árið 1945. Í myndinni var á áhrifaríkan hátt dregið fram það versta og það besta í manninum, hið lágkúrulegasta og hið göfugasta. Við lifum á upplausnartímum sem eru gróðrarstía öfgahópa sem […]

Bullukollur eða lygalaupur
Sem betur fer gerist það ærið oft að mér þykir nokkuð til margra koma þótt þeir séu mér ókunnir og af öðru sauðahúsi en ég. Þannig var það með Harald Benediktsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og formann fjárlaganefndar alþingis; glaðbeittan mann með nokkuð skýrt tungutak; mann sem reyndi stundum að fara sínar eigin leiðir í pólitíkinni og […]

Og enn veltist vömbin
Fyrir tuttugu árum eða svo seldi Miðnes hf., stærsta útgerðarfyrirtækið í Sandgerði, eigur sínar. Það var burðarásinn í atvinnulífi staðarins. Stærsta „eign“ þess var að kvótinn. Hvernig Miðnes „eignaðist“ kvótann, og hvers vegna fyrirtækið seldi hann, er ekki til umfjöllunar hér, heldur þetta: Þegar að sölunni á kvótanum kom mótmælti bæjarstjórnin (hreppsnefndin?). Hún vildi halda […]

Afréttari
Flutningsmenn frumvarps um brennivín í búðir fengu svo harkalegar móttökur við hugmyndum sínum að þeir hafa gjörbreytt því í nefnd á milli umræðna í þinginu. Reyndar er rétt að segja að þeir leggi fram nýtt frumvarp. Samkvæmt þeim lýsingum, sem flutningsmennirnir hafa gefið á “breytta“ frumvarpinu, á ekki lengur að selja vín í matvörubúðum vítt og […]

Stórleikari
Ólafur Ólafsson á stórleik á myndbandi sem hann sendi frá sér í dag, þjóðhátíðardag Norðmanna. Þar flytur hann erindi, varnarræðu, vegna afskipta sinna af kaupum á Búnaðarbankanum, lýsir sig saklausan af öllu undirferli, jafnframt því sem hann heggur á báðar hliðar, særir mann og annan og áheyrandinn fær ekki betur séð en í ýmsu tilliti […]

Lög á stundargróðamenn
Ég hef enn ekki skilið þá hugmynd sjávarútvegsráðherra að það beri að endurskoða auðlindaskatt á útgerðina vegna þess að HB-Grandi ætlar að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi; hef ekki vit til þess að koma auga á tengingu þarna á milli; að auðlindaskattur geti komið í veg fyrir að útgerðir með fiskverkun færi vinnslu frá einum stað […]