trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 27/06/2017

Þórhallur

Margur er búinn að fá yfir sig af hallærisgangi viðskiptalífsins hvað varðar nafngiftir á fyrirtækjum. Nöfnin lýsa lágkúru. Og minnimáttarkennd. Og gróðafíkn: Air Iceland Connect, Joe and the juice, DunkinDonuts. Og gististaðirnir Victoría Villa og Snorra’s gesthouse, væntanlega skírt í höfuðið á Snorra Sturlusyni.

Það er ástæðulaust að eyða orku í að fjargviðrast frekar yfir þessu. Tökum til höndunum. Setjum á stofn fyrirtækjanafnanefnd. Og af því að þetta er langt og ljótt orð gætum við nefnt hana Þórhall, nenfdina, til heiðurs Þórhall Vilmundarsyni, prófessor. Þingið setji Þórhalli starfsreglur. Til Þórhalls verði vísað öllum þeim ónefnum sem eru í notkun og fyrirtækjunum gert að finna sér ný nöfn. Íslensk. Þeir sem móast við greiði dagsektir háar. Gerum þetta hratt og örugglega og áður en við verðum að frekara athlægi vegna heimótta. Hættum að skammast okkar fyrir að nota íslensku á Íslandi.

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,584