trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 26/03/2020

Er brennivínið besti kostur?

Tæplega tuttugu veitingahúsaeigendur hafa sent þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar bréf þar sem þeir “skora á stjórn­völd að veita frum­varpi dóms­mála­ráð­herra um net­verslun með á­fengi flýti­með­ferð vegna þeirra að­stæða sem uppi eru í sam­fé­laginu” segir í net-Fréttablaðinu í dag.

Það er ekki ætlunin hér að ræða það sem veitingamennirnir færa fram sem rök. Hins vegar vil ég skýra frá samtali sem ég átti við mann sem nú er staddur á Gran Kanarí. Þar er útgöngumann og lögregla á götum að reka þá inn sem slæpast út. Viðmælandi minn segir að herlögreglumenn standi við útganga þeirra matsölubúða sem opnar eru og kíki í innkaupapoka. Sé of mikið vín í pokunum (það fylgdi ekki sögunni hveru mikið magn hver og einn mætti flytja með sér heim) er það gert upptækt. 

Og af hverju gera þeir þetta, spurði ég.

Þeir telja að heimilisofbeldi vaxi í útgöngubanninu og eru vissir um að áfengisdrykkja muni auka það og gera hrottafengnara, svaraði Íslendingurinn í símanum.

Veitingamennirnir eru ekki vissir um að ríkisstjórnin verði við óskum þeirra. Þess vegna bera þeir fram aðra ósk, örlítið vægri. Hún er til þrautarvara, segja þeir og hljóðar svo með “rökstuðningi”:

“Því er þess einnig óskað, nái frum­varpið ekki fram að ganga, að sett verði bráða­birgða­á­kvæði líkt og ná­granna­lönd okkar og aðrir hafa þegar gert. Slíkt á­kvæði myndi heimila vín­veitinga­leyfis­höfum heim­sendingu á á­fengi með mat á meðan Co­vid-19 far­aldurinn gengur yfir.” Hvorki fylgja þessari beiðni tilvitnanir í slík bráðabirgðaákvæði né listi yfir lönd sem hafa látið þau taka gildi.

Pistlinum lýkur svo af skrifarans hálfu með spurningu:

Haldið þið, sem erindi veitingamannanna var stílað til, að víndrykkja stuðli að samheldni fjölskyldna í einangrun og friði í heimahúsum?

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,445