trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 03/06/2017

Varnaðarorð

Í gærkveldi (2.06.´17) sýndi Sjónvarpið kvikmyndina Nackt unter Wolfen, sannsögulega mynd sem sem látin er gerast í Buchenwald, útrýmingarbúðum nasista undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari árið

1945.

Íslamska ríkið

Í myndinni var á áhrifaríkan hátt dregið fram það versta og það besta í manninum, hið lágkúrulegasta og hið göfugasta.

Við lifum á upplausnartímum sem eru gróðrarstía öfgahópa sem tala hátt um ást sína á landinu og hreinleika þjóða. Upplausn samfélaga hefur ærið oft leitt til styrjalda. Þetta er löngu vitað og haft eftir Lao Tze úr Kínverskri fornspeki: Þegar þjóðfélagið riðlast tala menn um föðurlandsást.

Undir áhrifum myndarinnar rifjuðust upp fyrir mér varnaðarorð, höfð eftir Mikhail Gorbachev, fyrrum forseta Sovétríkjanna:

„Í nútíma heimi verður að gera stríð útlæg því ekki er hægt að leysa þau alþjóðlegu vandamál, sem við stöndum frammi fyrir, með stríði – ekki fátækt, ekki umhverfismál, flóttamannavandann, fólksfjölgun eða skort á auðlindum.“

 

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
2,225