Guðmundur Gunnarsson
Árás úr öllum áttum að þeim sem minnst mega sín.
Íslendingar eru aldir upp í samfélagi þar sem langur vinnudagur og vinnuharka hefur til skamms tíma verið talið manndómsmerki eða jafnvel dyggð og um leið forsenda efnalegrar velmegunar í landinu. Í alþjóðlegum skýrslum hefur komið fram að menntastig fólks á íslenskum vinnumarkaði sé mun lakara en í þeim löndum sem við viljum helst bera […]
Hraðlest til lægstu kjara
Markaðshyggjan hóf sig til flugs undir stjórn Margaretar Thacher forsætisráðherra Englands (1979 – 1990) og Ronald Reagans forseta Bandaríkjanna (1981 – 1989) þegar leið á síðustu öld og fylgismenn þeirra bentu m.a. á að nú væri tími stéttarfélaga liðinn. Eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningunum í Englandi vorið 1979 myndaði Thatcher ríkisstjórn eitt af fyrstu verkum […]
Mannlegir eiginleikar?
Maður kemst reglulega í þá stöðu að vera gert að velta því fyrir sér hvort grimmd mannsins eigi sér einhver takmörk. Þetta er allavega ofarlega í huga þegar gengið er um hverfi gyðinga í Berlín. Sögurnar frá árunum þegar nasistar eru að ná völdunum í Þýskalandi eru svo yfirgengilega skelfilegar. Ekki einungis gagnvart gyðingum, heldur […]
Skilið lyklum okkar
Eitt af einkennum íslenskra stjórnmála er andúð stjórnmálamanna á forystumönnum í atvinnulífinu eins og birtist okkur í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum þessa dagana. Þingmenn og ráðherrar segjast þekkja betur vilja félagsmanna en starfsmenn stéttarfélaganna, og þvertaka á grundvelli þess að ræða nokkrar umbætur. Stjórnmálamenn lokaðir inn í þröngri veröld Já-manna, heimóttalegir, þjakaðir af ofsóknarsýki […]
Þrælakistur nútímans
Öflugri verkalýðshreyfingu hefur verið þakkað hið örugga og friðvænlega ástand sem ríkt hefur á Norðurlöndum. Okkur hefur tekist að skapa sérstöðu í heiminum. Með stöðugri baráttu hefur tekist að halda Norrænum stjórnvöldum á réttri braut alla síðustu öld. Foreldrum okkar tókst að brjótast upp úr örbirgð og skapa fjölskyldum sínum tryggt og friðsamt umhverfi. Á […]
Hryðjuverk gegn Þórsmörk
Í júlí 2012 tóku sig til tveir tómstundabændur undir Vestur Eyjafjöllum og fóru með nokkra tugi af kindum inn á Almenninga fyrir innan Þórsmörk þvert á vilja Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Ég fjallaði um þetta ásamt nokkrum öðrum á sínum tíma. Þetta var í sjálfu sér einungis hápólitísk hefndaraðgerð vegna þjóðlendumála þar sem þessir einstaklingar […]
Af hverju fáum við ekki hlut af hagræðingunni?
Núverandi stjórnarþingmenn og fylgismenn þeirra nota mjög oft í sínum málflutning setningar sem eru reistar á þeirri fullyrðingu að allir eigi að hafa frelsi til athafna og það eigi að ráða för stjórnvalda. Þetta hljómar ákaflega vel, en hvernig væri samfélag okkar ef þessi sýn hefði ráðið för? Væri staða kvenna eins og hún […]
Milljónprósent menn
ESB andstæðingar verja krónuna á hverju sem gengur. Gott sé að hafa sveigjanlegan gjaldmiðil svo leiðrétta megi slaka efnahagsstjórn með því að færa peninga frá launafólki til útflutningsfyrirtækja. „Það væri skerðing á fullveldi sérhagsmuna ef krónan yrði lögð niður“ sagði Ragnar Árnason háskólaprófessor á ráðstefnu ASÍ um gjaldmiðilsmál í janúar 2012. Í könnunum hagfræðinga […]
Lágmarkslaun og jöfnun launa
Nýlega tilkynntu nokkrir þingmenn að þeir hygðust þegar Alþingi kæmi saman í haust fara að dæmi nokkurra erlendra kollega sinna og leggja fram frumvarp þar sem kveðið væri á um lágmarkslaun á Íslandi. Því miður er það oftast þannig þegar hlustað er á umfjöllun þingmanna um vinnumarkaðinn opinberast að margir þeirra hafa ákaflega takmarkaða þekkingu […]
Wynton Marsalis og afæturnar
Við Helena förum nokkuð reglulega í Hörpuna og í leikhúsin til þess að njóta menningaviðburða, það lífgar upp á tilveruna og gefur okkur mikið. Stundum eru þar á ferð stórkostlegir listamenn bæði innlendir og erlendir og í gærkvöldi voru í boði tónleikar í heimsklassa í Eldborgarsal Hörpunnar þegar Wynton Marsalis trompetleikari kom hingað með hljómsveit […]
Stríðið milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar
Það er gamlar klisjur sem ráðherrar halda að okkur þessa dagana, kunnuglegar ræður um mismun milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar og hvernig eigi að verja eigi landsbyggðina. Fólk flytji umvörpum suður og gegn því verði að vinna með því að tryggja stöðu landsbyggðarinnar. Jafna verði hlut landsbyggðarinnar með því að tryggja áfram misvægi atkvæða samfara […]
Háborð sýndarveruleikans
Stjórnarskrármálið er dæmigert fyrir íslenskt valdakerfi. Stjórnmálamenn vilja ákveða sjálfir hvort breyta eigi einhverju í Stjórnarskránni og þá hverju og hvernig það sé gert. Þeir handvelja aðila í málið sem hafa ásættanlega skoðun á málinu. Ráðandi stjórnmálamenn þola ekki afskipti almennings af þessu máli. Þjóðfundur sem valinn var með slembiúrtaki úr þjóðskrá varð ótækur að mati […]