Vísisstjórnin
Einhverjir stjórnarliðar hafa sett sig í samband við forsvarsmenn á Djúpavogi og rætt við þá um það ástand sem er að skapast með brotthvarfi Vísis.
Þess er krafist að forsætisráðherrann ræði við íbúa á Djúpavogi og þingmenn eiga að mæta á svæðið til að ræða ástandið og finna lausnir.
Gott og vel, en það er til miklu styttri leið að þessu öllu saman. Ráðherrar og þingmenn þurfa ekkert austur á Djúpavog til að komast til botns í málinu.
Gangsterinn er nefnilega í liðinu þeirra; meðlimur Vísisfjölskyldunnar situr á þingi fyrir Framsóknarflokkinn og segist beinlínis vera fulltrúi útgerðarmanna á þingi.
Stjórnarliðar þurfa ekki að gera annað en að snúa sér eilítið í leðurstólunum og spyrja manninn hvurn fjárann þetta eigi að þýða.
Það besta sem íbúar Djúpavogs geta svo gert í sínum málum, er að kjósa Vísisflokkana ekki aftur.
- Lokaorð - 29/05/2015
- Traust - 01/05/2015
- Deyfilyfið - 16/04/2015