Viltu Útistöður? Gjörðu svo vel!
Bókin Útistöður sem kom út síðasta haust segir frá reynslu minni sem kjörinn fulltrúi þjóðarinnar á Alþingi síðasta kjörtímabil.
Við lifum merkilega tíma og mér fannst mikilvægt að skrá reynslu mína, bæði fyrir sjálfa mig og aðra. Áður en ég var kosin lofaði ég að láta vita hvað væri að gerast þarna inni. Við það vildi ég standa.
Það er ósk mín að sem flestir hafi ánægju af því að lesa bókina (sem er ekki leiðinleg), að hluta eða í heild. Hún var gefin út með átaki margra í gegnum Karolina Fund og hefur selst ágætlega og fyrir það ævintýri er ég óendanlega þakklát. Samt er smá stafli enn í bílskúrnum og nú vil ég koma honum út!
Fundur fólksins 11. – 13. júní 2015 verður í Norræna húsinu. Stjórnarskrárfélagið er með tjald og þar ætla ég að gefa bókina Útistöður, öllum þeim sem hana vilja lesa svo lengi sem birgðir endast. Ef fólk vill greiða fyrir bókina þá væri það líka vel þegið. Þá leggur það einfaldlega upphæð að eigin vali inn á reikning útgefandans:
0146-26-004951, kt.: 650102-4950
Ég bið fólk vinsamlegast að setja netfangið sitt sem skýringu með greiðslunni svo ég geti sent kvittun.
Bestu fáanlegar,
Margrét Tryggvadóttir
P.s. Ef fólk kemst ekki á staðinn má það senda mér línu, t.d. á facebook.
- Baráttan um Ísland - 27/10/2017
- Hvaða máli skiptir ný stjórnarskrá? - 23/10/2017
- Forsetinn veitir undanþágur frá lögum … - 20/10/2017