Veggurinn sem fauk
Í október 2013 var ég í New York borg þegar fellibylurinn Sandy gekk á land beint á Manhattan. Við áttum reyndar bókað flug heim einmitt kvöldið sem veðrið skall á. Í stað þess að fljúga heim sat ég í rafmagnsleysi og myrkri á hótelherbergi og las skýrslur af spjaldtölvunni. Morguninn eftir bárum við farangurinn okkar niður af 8. hæð rafmagnslauss hótelsins og héldum fótgangandi upp Manhattan í leit að nútímaþægindum eða í það minnsta hóteli sem væri opið og gæti gefið gestum sínum að borða. Á leiðinni fórum við fram hjá þessu húsi. Framhliðin hafði hreinlega fokið af í storminum en íbúana sakaði þó ekki.
- 4. apríl 2016 - 05/04/2016
- Sólin rís á ný - 22/12/2015
- Viðmælendur Bylgjunnar - 25/11/2015