Það gerðist ekki í nótt
Það gerðist ekki í nótt vegna þess að það var þegar orðinn hlutur.
Það hafði læðst aftan að okkur. Við flutum sofandi að feigðarósi.
Það gerðist þegar kerfin hættu að þjóna fólkinu og fóru að viðhalda sjálfum sér.
Það gerðist þegar fjármálakerfið varð sterkara en lýðræðið.
Það gerðist þegar fólkið hætti að líta á stjórnmálamenn sem sína fulltrúa.
Það gerðist vegna þess að fólki finnst það svo vanmáttugt að það er tilbúið að gera hvað sem er bara til að fá breytingar.
Það gerðist vegna þess að við erum orðin ónæm fyrir fréttum af stríðum í fjarlægum löndum.
Það gerðist þegar drukknandi fólk í Miðjarðarhafinu varð að hversdagslegum atburði.
Það gerðist með hlýnun jarðar.
Það gerðist þegar landamæraeftirliti var komið á á milli vina okkar, Danmerkur og Svíþjóðar. Veggurinn hans Trumps er ekkert annað en myndlíking fyrir það sama.
Það gerðist vegna þess að okkur finnst í lagi að vísa fólki sem hvergi á höfði sínu að halla á brott.
Það gerðist á Útvörpum Sögu þessa heims.
Það gerðist vegna þess að öfgaöflum tókst að ala á ótta og hatri við aðra menningarheima.
Það gerðist með Brexit.
Það gerðist þegar við töpuðum mennskunni.
Það gerðist ekki í nótt en það opinberaðist okkur í nótt.
Það gerðist því við sváfum á verðinum.
- Baráttan um Ísland - 27/10/2017
- Hvaða máli skiptir ný stjórnarskrá? - 23/10/2017
- Forsetinn veitir undanþágur frá lögum … - 20/10/2017