#TeamGóðafólkið
Við erum slegin, við erum hrædd. Til þess er leikurinn gerður. Á svona stundum er nauðsynlegt að halda fókus og muna:
- Trúarbrögð valda ekki hryðuverkum, öfgar og illska gera það.
- Flóttamenn eru ekki vandinn. Þeir sem nú leggja líf sitt að veði til að komast til öruggari landa eru einmitt að flýja voðaverk af því tagi sem við upplifðum í París í gær. Í Sýrlandi eru þau daglegir viðburðir. Okkar hlutverk er að taka vel á móti þeim og reyna að vinna að friði, lýðræði og mannréttindum.
- Það leysir engin vandamál að loka landamærum og reisa múra.
- Við skulum ekki láta undan hræðslunni og gefa eftir borgaraleg réttindi okkar. Lausnin fellst ekki í forvirkum rannsóknarheimildum eða vopnvæðingu, þvert á móti.
- Margfalt meiri líkur eru á að við deyjum í bílslysi, af krabbameini, þunglyndi eða hjartasjúkdómum eða vinnum í lottóinu en að við látum lífið í hryðjuverkaárás. Látum ekki hræða okkur til að hætta að ferðast, blanda geði við fólk á opinberum stöðum og lifa lífinu.
- Langflestir múslimar fordæma Íslamska ríkið enda eru það glæpasamtök sem hafa ekkert með trú að gera.
- Fólk er almennt gott.
- Hatur er gagnslaust meðal við hatri. Stöðvum hatrið en höldum áfram að elska.
Höldum áfram að vera „Góða fólkið“ vegna þess að það er eina leiðin gegn hatri, fordómum og hræðslu. #TeamGóðafólkið
- Baráttan um Ísland - 27/10/2017
- Hvaða máli skiptir ný stjórnarskrá? - 23/10/2017
- Forsetinn veitir undanþágur frá lögum … - 20/10/2017