Hin helga vík
Mér finnst rétt að láta vita af því að þótt Björt sé ekki þingmaður „fyrir Austurland“ teljum við hér eystra, ekki síst í Breiðdalnum, að við eigum helling í henni. Eins kannast ég ekki við að þeir þingmenn austfirskir sem gengt hafa ráðherraembættum hafi talið sig múlbundna. Þeir höfðu auðvita ekki „fésbók“, „tvitter“ og „snapp kjaft“, en þeir hringdu, eins þótt þeir væru hleraðir; sumir alla vega. Meira að segja Sigmundur Davíð sem við þykjumst nú ekki endilega eiga erfðafræðilegt tilkall til, talaði og talaði eins þótt hann vildi nú ráða því – við hverja.
Það hefur lengi verið draumur margra landa okkar að ljúka klíkuvæðingunni með líkum hætti og Tyrkir og ég er ekki viss um að það að henda þingmönnum af þingi í ráðuneyti sé til bóta ef það er ekki tryggt að þeir hafi bæði skoðana- og málfrelsi, sama hvað.
Íslendingar eru og hafa verið með svo gjörsamlega glataða stjórnsýslu að það hálfa væri nóg, spillta, lata, undirmannaða og vanfjármagnaða. Er ég að gleyma einhverju? Ég er ekki að búa þetta til; bara að raða upp hlutum úr athugasemdum við fjárlög genginna ára og nú síðast bréfið hans Benedikts, sem vel að merkja er Austfirðingur, ráðherra og með munninn fyrir neðan nefið.
Bréfið sem ég man ekki hvað kallast en er einskonar uppkast að verðandi fjárlögum og gæti verið til stærri bóta ef allt djammið væri undir; oh,effin og allt, hefur uppskorið einmitt þennan dóm á „kerfinu“. Það er t.d. hvergi hægt að kúka, nema… Já, sleppum því.
Sem sagt, ég geri mér vonir um að Umhverfisstofnun bretti upp ermarnar finni út úr því hvernig fólki datt í hug að planta þessari framleiðslu þarna ef hún er eins óþolandi, og á mögulega eftir að vera það, og upphafið gefur til kynna. Það hlýtur að hafa mátt fá nytsamar upplýsingar um svona verksmiðjur áður en hún var reist, þessi í Helguvík. Áður en ég kem að því, af hverju ég geri mér núna vonir, ætla ég að rifja það upp að svona „trikk“ höfn, verksmiðja, stærri höfn, verksmiðja og áfram er ekki ný bóla. Hér hét þetta til skamms tíma vatnslausar virkjanir og virkjanalaust vatn.
Ég bind sem sé vonir við að sá hópur kvenna, með Björt, sem stýra umhverfismálum í landinu láti hrútskýringar ekki trufla fyrir sér vinnuna. Áfram stelpur.
Krummi í Rjóðri
- Bakteríur sem þrífast á lyfjunum - 18/03/2019
- Bráðum á hann hvergi heima - 08/08/2018
- Hin helga vík - 24/04/2017