Hin heilaga þrenning
Við erum að fara að kjósa. Það hefur varla farið fram hjá neinum. Þessar kosningar snúast um þrennt:
- Við þurfum að laga undurstöðurnar; heilbrigðiskerfið, vegakerfið, menntakerfið, húsnæðiskerfði og svo framvegis.
- Við þurfum að fjármagna draumasamfélagið. Það gerum við með fullu verði fyrir afnot af auðlindum landsins, þrepaskiptu skattkerfi og með því að ná í Tortólaféð.
- Til að gulltryggja að númer 1 og 2 verði örugglega að veruleika þurfum við að samþykkja nýju stjórnarskrána og koma henni í gagnið.
Svo heppilega vill til að fjórir flokkar hafa einmitt verið að ræða þetta síðustu daga. Skylda okkar sem umbótasinnaðra kjósenda er að tryggja að þeir fái allir góða kosningu svo bandalagið nái völdum og réttlætið sé tryggt.
- Baráttan um Ísland - 27/10/2017
- Hvaða máli skiptir ný stjórnarskrá? - 23/10/2017
- Forsetinn veitir undanþágur frá lögum … - 20/10/2017